Enski boltinn

Redknapp: Chelsea er draumastarf, bara ekki draumastarfið mitt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harry Redknapp.
Harry Redknapp. Mynd/Nordic Photos/Getty
Harry Redknapp, stjóri Tottenham, er ekki bara orðaður við enska landsliðsþjálfarastarfið því enskir fjölmiðlar eru líka byrjaðir að spyrja hann út í það hvort hann hefði áhuga á því að taka við Chelsea.

„Það væri draumastarfið fyrir marga að taka við Chelsea-liðinu en það er bara ekki draumastarfið mitt. Ég gæti ekki heldur látið sjá mig aftur í Norður-London ef að ég tæki við Chelsea. Ég myndi því segja nei takk," sagði Harry Redknapp.

Readknapp er ekki fyrsti maðurinn sem gefur það út að hann hafi ekki áhuga á því að setjast í sjóðheitan stjórastól á Brúnni en André Villas-Boas bættist í góðan hóp manna sem Roman Abramovich hefur rekið úr stjórastólnum á síðustu árum.

Pep Guardiola, José Mourinho og Rafael Benítez eru nú efstir á blaði hjá veðmöngurum til að taka við Chelsea-liðinu fyrir næsta tímabil. Á meðan Roman Abramovich leitar að framtíðarstjóra þá mun Ítalinn Roberto Di Matteo stýra liðinu og fyrsti leikur hans er í kvöld á móti Birmingham í enska bikarnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×