Enski boltinn

Wenger: Uxinn á eftir að verða flottur miðjumaður

Uxinn.
Uxinn.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, sér fyrir sér að hinn stórefnilegi leikmaður félagsins, Alex Oxlade-Chamberlain, muni verða miðjumaður hjá félaginu í framtíðinni.

Oxlade-Chamberlain, eða Uxinn eins og hann er oftast kallaður, hefur mest leikið út á kanti hjá liðinu en kom inn í miðjuna gegn AC Milan í Meistaradeildinni og stóð sig afar vel.

"Ég held að hann sé ekki alveg tilbúinn í að spila sem miðjumaður en hann mun þróast í að verða miðjumaður," sagði Wenger um hinn 18 ára gamla Uxa.

"Hann mun fá fleiri tækifæri á miðjunni en mun þó aðallega spila þar sem við þurfum á honum að halda hverju sinni. Aðalmálið núna er að hann haldi áfram að þróa sinn leik.

"Hann á enn eftir að læra mikið og við þurfum að vinna vel í hans málum. Það mun koma með mikilli vinnu. Það er enginn stjarna eftir fimm eða tíu leiki. Við skulum tala aftur saman þegar hann er búinn að spila 100 leiki."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×