Enski boltinn

Torres þorði ekki að taka víti

Sjálfstraust spænska framherjans Fernando Torres, leikmanns Chelsea, er svo lítið um þessar mundir að hann treysti sér ekki í að taka víti gegn Birmingham í bikarnum á þriðjudag.

Juan Mata, liðsfélagi Torres, hefur greint frá þessu. Torres hefur ekki skorað síðan í október síðastliðnum.

"Ég spurði Torres hvort hann vildi taka vítið því hann fiskaði það. Hann sagðist ekki vera vítaskytta liðsins þannig að það náði ekki lengra," sagði Mata.

"Ég vildi gefa honum tækifæri fyrst hann gerði vel í að næla í vítið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×