Enski boltinn

Chelsea sló út Birmingham í fyrsta leik Di Matteo

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Roberto Di Matteo byrjar vel sem stjóri Chelsea því hann stýrði liðinu til 2-0 útisigurs á b-deildarliði Birmingham í endurteknum leik liðanna í sextán liða úrslitum enska bikarsins. Chelsea tryggði sér þar með heimaleik á móti Leicester City í átta liða úrslitum keppninnar.

Chelsea vann aðeins einn af sjö síðustu leikjum sínum undir stjórn Andre Villas-Boas sem var rekinn á sunnudaginn en Roberto Di Matteo var aðstoðarmaður Portúgalans og átti bara að taka vioð liðinu tímabundið.

Bæði mörk Chelsea komu á sex mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks. Spánverjinn Juan Manuel Mata skoraði það fyrra á 54. mínútu eftir þvögu í teig Birmingham en það seinna skoraði Raúl Meireles á 60. mínútu með þrumuskoti eftir frábæra sókn.

Fernando Torres fiskaði víti á 69. mínútu en fékk ekki að taka það sjálfur. Juan Manuel Mata tók vítið en lét Colin Doyle verja frá sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×