Enski boltinn

Jóhannes Karl lagði upp sigurmark Huddersfield

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Jóhannes Karl Guðjónsson. Mynd/Nordic Photos/Getty
Jóhannes Karl Guðjónsson og félagar í Huddersfield gefa ekkert eftir í baráttunni um sæti í ensku b-deildinni en þeir unnu 1-0 sigur á Hartlepool í ensku C-deildinni í kvöld. Huddersfield er nú aðeins tveimur stigum frá öðru sætinu.

Jóhannes Karl er orðinn fastamaður síðan Simon Grayson tók við liðinu og í kvöld lagði hann upp eina mark leiksins fyrir varamanninn Alan Lee. Markið kom á 75. mínútu leiksins.

Huddersfield hefur ekki tapað leik síðan að Simon Grayson tók við af Lee Clark (2 sigrar og 2 jafntefli) en sá síðarnefndi var með Jóhannes Karl út í kuldanum í allan vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×