Enski boltinn

Sneijder ætlar til Englands í sumar

Samkvæmt heimildum erlendra miðla þá hefur Hollendingurinn Wesley Sneijder ákveðið að færa sig um set í ensku úrvalsdeildina næsta sumar.

Sneijder ku hafa hafnað afar freistandi tilboði frá Zenit St. Petersburg því hann vill spila á Englandi næstu árin. Hann hefur lengi verið orðaður við Man. Utd. Chelsea hefur einnig mikinn áhuga á honum.

Hann er sagður vera efstur á óskalista Man. Utd ásamt Luka Modric, miðjumanni Tottenham.

Samkvæmt heimildum goal.com þá vildi Sneijder fara til Man. Utd síðasta sumar en ekki náðist samkomulag um sölu hans þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×