Enski boltinn

Di Matteo: Torres er frábær náungi og okkur mikils virði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fernando Torres og félagar.
Fernando Torres og félagar. Mynd/Nordic Photos/Getty
Roberto Di Matteo, nýr stjóri Chelsea, virðist ætla að veðja á spænska framherjann Fernando Torres þótt að Torres hafi ekki skorað í meira en sólarhring í leikjum með Chelsea og spænska landsliðinu. Torres spilaði allar 90 mínúturnar í fyrsta leik Chelsea undir stjórn Di Matteo.

„Torres er mikill liðsmaður, frábær náungi og okkur mikils virði," sagði Roberto Di Matteo á blaðamannafundi fyrir leik Chelsea á móti Stoke City í ensku úrvalsdeildinni en liðin mætast á Stamford Bridge á morgun.

„Hann æfir vel og átti að mínu mati mjög góðan leik á þriðjudagskvöldið. Það eina sem vantaði hjá honum var að skora en það skiptir mig engu máli hver skorar í mínu liði. Þetta snýst allt um vinnusiðferði liðsins," sagði Di Matteo.

„Mörkin munu koma og það ganga allir í gegnum mótlæti. Það er bara hluti af lífinu," sagði Di Matteo og hann hefur engar áhyggjur af því að Torres hafi ekki viljað taka vítið sem hann fiskaði á móti Birmingham.

„Við erum búnir að ákveða það fyrir hvern leik hver tekur vítin og það var Mata í þessum leik. Þetta var einföld skipun frá mér og Mata fylgdi bara henni," sagði Di Matteo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×