Enski boltinn

Di Matteo: Þessi sigur var fyrir Andre Villas-Boas

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberto Di Matteo.
Roberto Di Matteo. Mynd/Nordic Photos/Getty
Roberto Di Matteo stýrði Chelsea inn í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar í sínum fyrsta leik sem stjóri liðsins en liðið vann 2-0 útisigur á Birmingham í kvöld. Di Matteo tók við af Andre Villas-Boas sem var rekinn á sunnudaginn.

„Hugarfar leikmanna var rétt og allir lögðu sig fram. Það var mikilvægt að við sýndum öllum að þetta skipti okkur máli og að við myndum tryggja okkur sæti í næstu umferð bikarkeppninnar," sagði Roberto Di Matteo.

„Það eru tveir mánuðir eftir af tímabilinu og við erum allir í sama bátnum. Við verðum að hjálpa hverjum öðrum og allir 25 leikmennirnir í hópnum þurfa að skila sínu besta. Þessi sigur var fyrir Andre Villas-Boas," sagði Roberto Di Matteo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×