Enski boltinn

Vermaelen tryggði Arsenal sigur í uppbótartíma

Sigurganga Arsenal í ensku úrvalsdeildinni hélt áfram í kvöld þegar liðið vann 2-1 sigur á Newcastle í einvígi liðanna í fjórða og sjötta sæti deildarinnar. Það stefndi allt í jafntefli þegar belgíski miðvörðurinn Thomas Vermaelen skoraði sigurmarkið í uppbótartíma en þetta var fimmti deildarsigur Arsenal í röð.

Enski boltinn

Aron og félagar unnu með tveimur sjálfsmörkum

Leikmenn Bristol City voru í gjafastuði er Aron Einar Gunnarsson og félagar hans í Cardiff City komu í heimsókn. Cardiff vann leikinn, 1-2, og bæði mörk liðsins voru sjálfsmörk frá leikmönnum Bristol. Þar af kom sigurmarkið þremur mínútum fyrir leikslok.

Enski boltinn

Henderson viðurkennir að hafa verið slakur

Jordan Henderson, miðjumaður Liverpool, hefur engan veginn staðið undir væntingum síðan hann kom til félagsins fyrir háa upphæð frá Sunderland. Henderson segist eðlilega verða var við gagnrýnina sem hann hefur fengið. Hann ætlar sér að vinna gagnrýnendur á sitt band.

Enski boltinn

Bendtner afgreiddi Liverpool | Drogba bjargaði Chelsea

Það var lítið skoraði leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Þrír 1-0 sigrar og einn 2-0 sigur. Nicklas Bendtner skoraði eina markið í leik Sunderland og Liverpool. Tók frákast í teignum eftir að boltinn hafði farið í stöng og í bakið á Pepe Reina, markverði Liverpool.

Enski boltinn

Dalglish: Megum ekki vorkenna sjálfum okkur

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, var merkilega brattur eftir tap Liverpool gegn Sunderland í dag þar sem lið Liverpool var algjörlega heillum horfið. Liverpool er nú tíu stigum frá Meistaradeildarsæti og vonin um að komast í Meistaradeildina eru nánast orðnar engar.

Enski boltinn