Enski boltinn

Mikilvægur sigur hjá Bolton

Pratley fagnar marki sínu í dag.
Pratley fagnar marki sínu í dag.
Fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er lokið. Bolton vann gríðarlega mikilvægan sigur á QPR, 2-1, í miklum botnbaráttuslag.

Darren Pratley kom Bolton yfir skömmu fyrir hlé en Djibril Cisse jafnaði skömmu eftir hlé. QPR skoraði löglegt mark í fyrri hálfleik en það var ekki dæmt þar sem aðstoðardómarinn sá ekki að boltinn var inni.

Hart var tekist á undir lok leiksins en Ivan Klasnic gerði út leikinn þrem mínútum fyrir leikslok. Hann slapp þá í gegnum vörn QPR og lagði boltann smekklega í fjærhornið.

Með sigrinum komst Bolton úr fallsæti og upp í það sextánda. QPR er í sautjánda sæti eftir leikinn.

Grétar Rafn Steinsson lék allan leikinn fyrir Bolton en Heiðar Helguson gat ekki leikið með QPR vegna meiðsla.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×