Enski boltinn

Wenger: Kemur ekki til greina að selja Van Persie

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að það komi ekki til greina að selja Robin van Persie í sumar. Jafnvel þó Van Persie neiti að skrifa undir nýjan samning við félagið.

Samningur Van Persie rennur út sumarið 2013 og því á Arsenal á hættu að missa hann án greiðslu ef hann framlengir ekki við félagið. Arsenal gæti aftur á móti fengið afar mikinn pening fyrir hann í sumar ef það vildi.

"Við munum ekki missa neinn leikmann til Man. City eða nokkurs annars félags að þessu sinni. Við ætlum að halda okkar leikmönnum," sagði Wenger.

"Við viljum halda Van Persie, það er engin spurning. Við munum gera allt sem við getum til þess að halda honum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×