Enski boltinn

Vermaelen: Sýndum hugarfar stríðsmanna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Thomas Vermaelen.
Thomas Vermaelen. Mynd/Nordic Photos/Getty
Thomas Vermaelen, miðvörðurinn sterki í liði Arsenal, var hetja liðsins í kvöld þegar hann skoraði sigurmarkið á móti Newcastle á fjórðu mínútu í uppbótartíma.

„Við sýndum hugarfar stríðsmanna. Við höfum núna komið til baka í fjórum leikjum í röð eftir að hafa lent 0-1 undir. Við vissum að við urðum að halda þolinmæðinni og það skilaði sér," sagði Thomas Vermaelen við BBC eftir leikinn.

Arsenal er núna búið að vinna sex leiki í vetur þar sem liðið lendir undir en ekkert annað félag í ensku úrvalsdeildinni hefur meira en þrjá endurkomusigra.

Thomas Vermaelen var þarna að skora sitt fjórða deildarmark á tímabilinu en hann hafði samt ekki skorað síðan í 4-0 sigri á Wigan í byrjun desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×