Enski boltinn

Arsenal ekki búið að semja við Podolski

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að það sé ekkert hæft í þeim fréttum að Arsenal sé búið að semja um kaup á þýska landsliðsframherjanum Lukas Podolski.

Fréttir frá Þýskalandi hermdu að búið væri að semja um sölu upp á 10,9 milljónir punda og að Podolski myndi skrifa undir fjögurra ára samning þar sem hann fengi 100 þúsund pund í vikulaun.

"Ég hef svo sem ekkert mikið um þetta að segja því ef við semjum við leikmann þá látum við fjölmiðla vita. Eins og staðan er núna erum við ekki búnir að semja við neinn," sagði Wenger sem neitaði því þó ekki að samningaviðræður væru í gangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×