Enski boltinn

Jóhannes Karl í byrjunarliði Huddersfield í jafnteflisleik

Jóhannes Karl Guðjónsson var enn og aftur í byrjunarliði Huddersfield í dag er liðið gerði jafntefli við Rochdale, 2-2.

Jóhannes Karl fór af velli korteri fyrir leikslok er Huddersfield þurfti að þétta raðirnar aftar á vellinum. Það gekk ekki betur en svo að Rochdale jafnaði eftir að Jóhannes fór af velli.

Huddersfield er í fjórða sæti ensku C-deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×