Enski boltinn

Drogba: Mata er alveg frábær | Pulis reiður út í Fuller

Fuller fær hér að líta rauða spjaldið eftir að hafa traðkað á Ivanovic. Ekki mjög skynsamlegt.
Fuller fær hér að líta rauða spjaldið eftir að hafa traðkað á Ivanovic. Ekki mjög skynsamlegt.
Didier Drogba var hetja Chelsea í dag er hann skoraði eina mark leiksins gegn Stoke City. Kærkominn sigur fyrir Chelsea.

"Það er alltaf mjög erfitt að spila gegn Stoke. Þeir eru gríðarlega vel skipulagðir en við ætluðum okkur sigur. Það kom ekkert annað til greina," sagði Drogba en hvað um markið?

"Ég fékk laglega sendingu frá Mata en hann er alltaf með gott auga fyrir spili. Hann kom af bekknum því hann getur breytt leikjum. Hann er alveg frábær."

Tony Pulis, stjóri Stoke, var alls ekki nógu sáttur við Fuller eftir leikinn og skal engan undra. Fuller traðkaði viljandi á Branislav Ivanovic og var réttilega rekinn af velli.

"Ricardo Fuller hefur staðið sig vel fyrir þetta félag en hann er með stuttan þráð. Það sem hann gerði í dag var glórulaust. Það var honum að þakka að verkefnið varð helmingi erfiðara," sagði Pulis.

"Ivanovic braut á honum en það er dapurt hjá honum að svara svona fyrir sig. Við munum taka á þessu máli."

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×