Enski boltinn

Liverpool gaf Man. City stig

Martin Skrtel var fyrst hetja og síðan skúrkur er Liverpool tók á móti Man. City. Liverpool komst tvisvar yfir í leiknum en gaf City tvö mörk í 2-2 jafnteflisleik. Seinna markið sem Skrtel gaf var sérstaklega pínlegt.

Enski boltinn

Sahin orðinn leikmaður Liverpool

Framhaldssögunni um Tyrkjann Nuri Sahin er loksins lokið. Hann er orðinn leikmaður Liverpool og mun leika með félaginu sem lánsmaður út leiktíðina. Hann er í eigu Real Madrid. Arsenal sótti einnig stíft að fá leikmanninn en hann endaði í herbúðum Liverpool.

Enski boltinn

Suarez byrjar með hreint borð

Luis Suarez, framherji Liverpool, segist vera hættur að hugsa um öll lætin sem urðu á síðustu leiktíð. Hann segist hafa lagt þau til hliðar og segist ætla að byrja með hreint borð í vetur.

Enski boltinn

Giroud segist ekki vera arftaki Van Persie

Franski framherjinn Olivier Giroud er þegar farinn að finna fyrir pressunni hjá Arsenal. Honum er mikið í mun um að fólk horfi ekki á hann sem arftaka Robin van Persie þó svo hann muni reyna að fylla skarð hans eins vel og hægt er.

Enski boltinn

Wigan samþykkti tilboð í Moses

Eftir mikið japl, jaml og fuður virðist framherjinn Victor Moses loksins á leið til Chelsea. Wigan var búið að hafna fjórum tilboðum í röð frá Chelsea en samþykkti loks fimmta tilboðið.

Enski boltinn

Brendan Rodgers: Þetta var góður sigur í erfiðum leik

Liverpool vann ekki sannfærandi 1-0 sigur á Hearts í Evrópudeildinni í kvöld en sigurmarkið var sjálfsmark undir lok leiksins. Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, var fyrst og fremst ánægður með sigurinn sem kemur Liverpool í fína stöðu fyrir seinni leikinn á Anfield.

Enski boltinn

Fulham kvartar formlega undan Liverpool

Fulham hefur sent enska knattspyrnusambandinu formlega kvörtun vegna ásóknar Liverpool í bandaríska landsliðsmanninn Clint Dempsey en forráðamenn Fulham eru ósáttir við yfirlýsingu Brendan Rodgers í sumar um að Liverpool væri búið að leggja inn fyrirspurn um kaup á leikmanninum.

Enski boltinn

McDermott: Línuvörðurinn verður svekktur út í sjálfan sig

Brian McDermott, stjóri Reading, var svekktur eftir 2-4 tap á móti Chelsea á Brúnni í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Reading komst yfir í 2-1 en fékk síðan á sig þrjú mörk í seinni hálfleik, þar af eitt rangstöðumark og lokamarkið þegar allt liðið var komið fram til að freista þess að jafna.

Enski boltinn