Fréttamynd

Fullt af nýjum bílum hjá Toyota

Toyotaárið byrjar næstkomandi laugardag með sýningu á fimm nýjum bílum sem komnir eru til landsins eða væntanlegir á árinu. Þetta er góður þverskurður af bílum sem henta til fjölbreyttra nota.

Samstarf

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Síðasta Heilsu­húsinu brátt lokað

Heilsuhúsinu í Kringlunni verður lokað þann 1. febrúar næstkomandi. Það er í eigu Lyfju en framkvæmdastjóri segir ástæðuna fyrir lokuninni vera erfið rekstrarskilyrði. Vörumerkið muni lifa áfram á netinu, vörur seldar á samnefndri vefsíðu Heilsuhússins og þær jafnframt áfram seldar í apótekum Lyfju.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfs­kröftum

Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal og konan hans Rakel Þormarsdóttir hafa valið nafn fyrir veitingastaðinn sem þau opna á næstunni á neðri hæð verslunarkjarnans Grímsbæjar í Reykjavík. Staðurinn heitir Fossinn, væntanlega með vísan í Fossvoginn, og þau eru nú í leit að starfsfólki til að taka á móti gestum og til starfa í eldhúsi staðarins.

Viðskipti innlent


Fréttamynd

Út­gáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað

Vikulegri útgáfu ViðskipaMoggans verður hætt og þá hafa þrjár deildir hjá mbl.is og Morgunblaðinu verið sameinaðar í eina. Breytingarnar sem gerðar hafa verið á ritstjórn Morgunblaðsins og fréttavefsins mbl.is sem fela í sér að þær deildir sem annast hafa almennan fréttaflutning á blaði og vef hafa verið sameinaðar. Sömuleiðis hefur viðskiptadeild blaðsins, sem hefur sinnt umfjöllun bæði á vef og í blaði, verið færð undir sömu deild.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Til í að taka á móti FDA hve­nær sem er

Róbert Wessman kveðst spenntur og brattur yfir framtíð Alvotech en hann lætur senn af starfi forstjóra félagsins. Hann verður áfram stjórnarformaður félagsins í fullu starfi og segist munu slappa af síðar. Hann hafi samþykkt að taka stöðu forstjóra að sér árið 2023 með því skilyrði að ráðstöfunin yrði tímabundin.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sig­ríður Margrét tekur við

Sigríður Margrét Oddsdóttir hefur verið ráðin forstjóri Bláa lónsins hf. frá 16. mars næst komandi. Hún hefur undanfarin ár verið framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Grímur Sæmundsen, sem verið hefur forstjóri Bláa lónsins frá stofnun þess 1992 lætur þá af störfum en tekur sæti í stjórn félagsins á næsta aðalfundi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Icelandair setur nokkur met

Icelandair hefur aldrei flutt fleiri farþega en á síðasta ári en í heildina var fjöldinn um 5,1 milljónu og er það átta prósentum meira en árið 2024. Þá var desember stærsti desembermánuðurinn í sögu Icelandair en þá flutti flugfélagið 344 þúsund farþega.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Neyt­endur eigi meira inni

Eldsneytisverð hefur lækkað hressilega eftir áramót en neytendur eiga frekari lækkun inni, segir framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Rekstrarkostnaður bíla hækki hjá flestum og sérstaklega hjá þeim sem reka eyðslugranna bíla.

Neytendur
Fréttamynd

Costco lækkaði í morgun og bætti svo í

Eldsneytisverð hjá Costco lækkaði í morgun í takti við innleiðingu kílómetragjalds. Athygli vekur að verðið lækkaði í tvígang og leit um tíma út fyrir að munurinn á milli Costco og annarra söluaðila yrði lítill sem enginn. Nú kostar lítrinn 171,1 krónu á bensíni og 193,3 krónur á dísel hjá Costco. Lækkunin á bensíni í prósentutölum er ívið meiri en hjá samkeppnisaðilum.

Neytendur
Fréttamynd

Þetta var mest skráða ein­staka bíl­tegundin 2025

Alls voru 14.556 nýir fólksbílar skráðir á nýliðnu ári sem jafngildir 42 prósenta aukningu milli ára. Aukningin var að stórum hluta drifin áfram af nýskráningum einstaklinga en auk þess jukust nýskráningar hjá ökutækjaleigum og öðrum fyrirtækjum milli ára eftir rólegt ár 2024. Kia var mest skráða einstaka bílategundin.

Viðskipti innlent