Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Hópur fyrrverandi starfsmanna Lagningar, bílastæðafyrirtækis á Keflavíkurflugvelli, hefur endurvakið félagið, sem fór í gjaldþrot í september. Viðskipti innlent 29.10.2025 12:21
Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Veikleikar í samkeppnishæfni Evrópu sem lýst var í umfangsmiklli skýrslu fyrrverandi Seðlabankastjóra Evrópu í fyrra eru enn meira áberandi á Íslandi. Þingmaður Viðreisnar segir tækni- og nýsköpunarfyrirtæki minna sýnileg á markaði hér en í Evrópu. Viðskipti innlent 29.10.2025 09:45
Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Sérfræðingar í loftslagsmálum setja spurningarmerki við hvernig íslensk stjórnvöld stóðu að upplýsingagjöf um sérlausn sem þau fengu vegna hertra losunarreglna. Lausnin er opin öllum flugfélögum sem fljúga um Ísland en hún virðist ekki hafa verið auglýst fyrir erlend félög að neinu marki. Viðskipti innlent 28.10.2025 15:02
Hætt við að vextir hækki Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríksins telur hættu á að vextir fasteignalána muni hækka eftir niðurstöðu í vaxtamálinu svokallaða. Mikil óvissa ríki nú sem sé slæm fyrir neytendur og fjármálafyrirtæki. Hæstiréttur þurfi að setja næstu vaxtamálin í flýtimeðferð. Viðskipti innlent 27.10.2025 19:13
„Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir að ef löggjafinn og Seðlabankinn bregðast ekki við því ástandi sem nú er uppi á lánamarkaði af festu, sé viðbúið að lendingin verði hörð. Viðskipti innlent 27.10.2025 17:10
Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Búast má við því að Hæstiréttur kveði upp dóm í máli tveggja lántaka á hendur Arion banka, vegna skilmála í samningi um verðtryggt lán á breytilegum vöxtum, í desember. Bankinn hefur sett veitingu verðtryggðra lána á ís en boðar frekari viðbrögð við dómi Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða, áður en dómur gengur í desember. Viðskipti innlent 27.10.2025 15:48
Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Landsbankans segir að breytt lánaframboð bankans hefði ekki haft áhrif á lánsmöguleika yfir 90 prósent þeirra fyrstu kaupenda sem hafa tekið íbúðalán hjá bankanum á þessu ári. Viðskipti innlent 27.10.2025 15:13
Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Ingunn Margrét Ágústsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Viðskipti innlent 27.10.2025 14:23
Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Neytendasamtökin sendu inn ábendingu til samkeppnisyfirvalda vegna fyrirtækjanna Terra og Kubbs eftir að grunur vaknaði um að fyrirtækin væru að skipta á milli sín mörkuðum. Formaður samtakanna lítur málið grafalvarlegum augum. Viðskipti innlent 27.10.2025 12:01
„Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Október er alþjóðlegur netöryggismánuður um allan heim. Núna er því rétti tíminn fyrir bæði fyrirtæki og einstaklinga til að huga að netöryggismálum og uppfæra þekkingu sína og vinnuferla. Samstarf 27.10.2025 11:30
Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Afleiðingar bilunar í verksmiðju Norðuráls á Grundartanga gætu byrjað að komast á hreint í næstu viku ef línur skýrast þá um hvenær nýr búnaður fæst til landsins. Viðskipti innlent 27.10.2025 10:24
Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Síldarvinnslan hefur birt jákvæða afkomuviðvörun og ljóst að við vinnu stjórnenda á níu mánaða uppgjöri félagsins hafi komið í ljós að hagnaður verði nokkuð hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Viðskipti innlent 27.10.2025 07:51
„Það verða fjöldagjaldþrot“ Útlitið er dökkt á húsnæðismarkaði eftir vaxtadóminn svokallaða. Það segja þeir Páll Pálsson, fasteignasali, og Már Wolfgang Mixa, dósent við Háskóla Íslands, sem voru í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þeir vaxtadóminn og áhrif hans á fasteignamarkaðinn, húsnæðisverð og lánskjör almennings. Viðskipti innlent 26.10.2025 13:06
„Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Jeminn hugsa örugglega margir. Við tilhugsunina um að mögulega geti gervigreindin séð um að taka fundi fyrir okkur á meðan við skellum okkur í golf. Atvinnulíf 26.10.2025 08:02
Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Veitingamenn eru uggandi yfir æ erfiðari rekstrarskilyrðum. Talsmaður þeirra segir ekki lengur hægt að una við núverandi stöðu og hvetur stjórnvöld til að lækka álögur á áfengissölu veitingahúsa. Viðskipti innlent 25.10.2025 21:03
Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Um 48 prósent opinberra starfsmanna eru hlynnt afnámi áminningarskyldu ríkisstarfsmanna en aðeins um 32 prósent eru andvígir afnámi hennar, samkvæmt nýrri könnun. Á sama tíma eru um 54 prósent landsmanna hlynnt því að áminningarskyldan sé afnumin en aðeins 23 prósent andvíg. Viðskipti innlent 25.10.2025 10:20
„Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Gæludýr.is, home&you og formaður FKA, gefur sjálfum sér 2 í einkunn fyrir að vera handlaginn á heimilinu. Þar geti hún reyndar afkastað miklu en verulega geti vantað upp á vandvirknina. Atvinnulíf 25.10.2025 10:02
Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Þuríður Björg Guðnadóttir, framkvæmdastjóri markaðssóknar hjá Nova, hefur óskað eftir því að láta af störfum hjá félaginu. Hún byrjaði 18 ára í þjónustuveri félagsins þegar það var stofnað og hefur setið í framkvæmdastjórn frá árinu 2017. Viðskipti innlent 24.10.2025 16:03
Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sakaði í dag Meta og Bytedance um að brjóta gegn nýjum lögum sambandsins um samfélagsmiðla. Fyrirtækin eru sökuð um að veita rannsakendum ekki aðgang að gögnum á Facebook og Instagram annarsvegar og TikTok hins vegar, eins og lögin segja til um. Viðskipti erlent 24.10.2025 14:04
Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Öll miðlunarlón Landsvirkjunar voru full í upphafi nýs vatnsárs, 1. október síðastliðinn. Viðskipti innlent 24.10.2025 12:39
Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Rekstrarafkoma af samstæðu Isavia fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) á fyrri helmingi ársins 2025 var jákvæð um 4.245 milljónir króna samanborið við 3.213 milljónir króna fyrir sama tímabil á síðasta ári. Það er betri niðurstaða en upphaflegar áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir og nemur aukningin um 1.032 milljónum króna. Viðskipti innlent 24.10.2025 12:34
Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ Öll fyrirtæki á landinu geta nú í fyrsa sinn sótt um Forvarnaverðlaun VÍS, óháð því hvar þau eru tryggð. Samstarf 24.10.2025 12:28
Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Landsbankinn mun aðeins bjóða fyrstu kaupendum verðtryggð lán. Bankastjórinn segist ekki sjá jafn mikinn grundvöll fyrir verðtryggingu. Breytingin hefur ekki áhrif á þá sem eru með verðtryggð lán hjá bankanum nú þegar. Neytendur 24.10.2025 12:02
Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Alls sátu þrjú kvár í stjórn fyrirtækja árið 2024 og um 97 kvár voru á vinnumarkaði það ár samkvæmt tölum frá Hagstofunni. Viðskipti innlent 24.10.2025 11:26