Sport

Avram Grant næstur undir fallöxina?

David Gold og David Sullivan, eigendur West Ham, eru allt annað en sáttir við gengi liðsins undir stjórn Avram Grant. Samkvæmt heimildum The Sun gæti Grant verið látinn taka pokann sinn fyrr en varir.

Enski boltinn

Park: Asíubikarinn gæti ekki komið á verri tíma

„Þetta eru blendnar tilfinningar fyrir mig," segir Suður-Kóreumaðurinn Ji-Sung Park sem fer til Asíu að keppa með landsliði sínu eftir tæpar tvær vikur. Hann mun taka þátt í Asíubikarnum og flýgur út strax eftir leik Manchester United gegn Sunderland um hátíðarnar.

Enski boltinn

Fimm flottustu mörk umferðarinnar - myndband

Mark Andy Carroll fyrir Newcastle gegn Liverpool um helgina hefur verið valið flottasta mark umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Hinn grjótharði Carroll innsiglaði þá 3-1 sigur Newcastle á Liverpool í fyrsta leik undir stjórn Alan Pardew.

Enski boltinn

Rio: Stigin það eina sem skiptir máli

Rio Ferdinand, fyrirliði Man. Utd, var að vonum kampakátur eftir sanngjarnan sigur liðsins á Arsenal á Old Trafford í kvöld. United er eftir leikinn á toppnum og á þess utan leik inni á næstu lið.

Enski boltinn

Roy Keane nýtur stuðnings leikmanna

„Hver einn og einasti leikmaður vill halda Roy Keane," segir Grant Leadbitter, leikmaður Ipswich. Keane hefur átt erfitt uppdráttar í tíð sinni sem knattspyrnustjóri en Ipswich er nú rétt fyrir ofan fallsæti í ensku 1. deildinni.

Enski boltinn

Ashley Young orðaður við Man Utd

Manchester United er á eftir Ashley Young, vængmanni Aston Villa, samkvæmt enskum blöðum. Fréttir berast af því að Young sé ekki nægilega sáttur í herbúðum Villa en liðið hefur verið í basli það sem af er tímabili.

Enski boltinn

Milan hefur ekki efni á Tevez

Topplið ítölsku deildarinnar, AC Milan, hefur ekki efni á Carlos Tevez, sóknarmanni Manchester City. Tevez vill fara frá City en Milan er í leit að sóknarmanni þar sem Filippo Inzaghi spilar ekki meira á tímabilinu vegna meiðsla.

Fótbolti

Allardyce mjög vonsvikinn

Sam Allardyce missti vinnuna sína hjá Blackburn í dag og hann viðurkennir að uppsögnin hafi komið flatt upp á sig. Hann er þess utan mjög svekktur að hafa verið rekinn.

Enski boltinn

Chelsea með veskið tilbúið fyrir Pepe

Chelsea er tilbúið að opna veskið til að kaupa varnarmanninn Pepe frá Real Madrid. Portúgalski landsliðsmaðurinn hefur neitað tilboðum frá spænska liðinu um nýjan samning en hann vill fá talsvert hærri laun en honum hefur verið boðið.

Enski boltinn

Markvörður Dortmund til Aston Villa?

Roman Weidenfeller, markvörður Borussia Dortmund í Þýskalandi, er sterklega orðaður við Aston Villa. Þessi þrítugi leikmaður hefur haldið oftar hreinu í þýsku deildinni en nokkur annar það sem af er tímabili.

Enski boltinn

Ancelotti: Munum vinna United

„Við áttum skilið að vinna þennan leik en við munum vinna þann næsta," sagði Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Chelsea, eftir að lið hans gerði 1-1 jafntefli við Tottenham í gær.

Enski boltinn

Schumacher sáttur við endurkomuna í Formúlu 1 þrátt fyrir að sigra ekki

Michael Schumacher ákvað að mæta aftur í eldlínuna í Formúlu 1 á þessu ári, eftir þriggja ára hlé frá íþróttinni. Hann náði ekki að landa sigri á árinu með Mercedes liðinu, en segist engu að síður vera ánægður með ákvörðun sína í frétt á autosport.com. Schumacher varð í níunda sæti í stigamótinu, 70 stigum á eftir liðsfélaga sínum Nico Rosberg.

Formúla 1

Adriano endurheimtir gullruslafötuna

Brasilíski sóknarmaðurinn Adriano hjá Roma hefur unnið ítölsku gullruslafötuna fyrir árið 2010. Þetta er í þriðja sinn sem hann vinnur þessi verðlaun en hann hlaut þau einnig 2005 og 2006.

Fótbolti

Vettel mun reyna að verja titilinn af hörku á næsta ári

Sebastian Vettel tók á móti meistaratitli Formúlu 1 ökumanna á föstudaginn í Mónakó og autosport.com birti við hann viðtal eftir afhendinguna og spurði hvernig tilfinning það væri að vera meistari. Viku áður hafði hann verið útnefndur sem kappakstursmaður ársins af Autsport og lesendum tímaritsins, sem er tileinkað akstursíþróttum.

Formúla 1

City ætlar ekki að selja Tevez í janúar

Manchester City er ákveðið í að selja ekki Argentínumanninn Carlos Tevez í janúar samkvæmt heimildum BBC. Tevez vill fara frá City og orðrómur er uppi um að hann ætli að fara í verkfall eða jafnvel leggja skóna á hilluna ef City leyfir honum ekki að fara.

Enski boltinn

Íslenskur bumbubolti í útrás

Í byrjun janúar verður haldið áhugavert fótboltamót í Fífunni í Kópavogi, Vodafone Cup, en mótið er ætlað áhugamönnum. Sigurliðið mun svo keppa fyrir hönd Íslands í alþjóðlegu móti sem fram fer í Abu Dhabi í Sameinuðu Arabísku furstadæmunum í febrúar.

Íslenski boltinn

Carlos Tevez orðaður við báða spænsku risana

Ensku blöðin eru uppfull af allskonar sögum af argentínska sóknarmanninum Carlos Tevez sem virðist vera á leið frá Manchester City. Þrátt fyrir að City vilji halda Tevez er leikmaðurinn ákveðinn í því að yfirgefa félagið þegar félagaskiptaglugginn opnar um áramótin.

Fótbolti

Kalt á milli Buffon og Del Neri

Samband markvarðarins Gianluigi Buffon hjá Juventus og þjálfarans Gigi Del Neri er ekki upp á það besta. Pirringur er milli þeirra og hefur umboðsmaður Buffon sagt að henn hefði sektað Del Neri ef hann væri í stjórn Juventus.

Fótbolti

Gary Speed að taka við þjálfun Wales

Samkvæmt heimildum BBC mun knattspyrnusamband Wales tilkynna um nýjan landsliðsþjálfara í vikunni. Þar er Gary Speed talinn líklegastur en hann heldur nú um stjórnartaumana hjá Sheffield United sem er í fallbaráttu í ensku 1. deildinni.

Fótbolti