Enski boltinn

Ancelotti: Munum vinna United

Elvar Geir Magnússon skrifar

„Við áttum skilið að vinna þennan leik en við munum vinna þann næsta," sagði Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Chelsea, eftir að lið hans gerði 1-1 jafntefli við Tottenham í gær.

Næsti leikur Chelsea er gegn Manchester United næstkomandi sunnudag. Það er heldur betur mikilvægur leikur fyrir þá bláu sem hafa hikstað hressilega undanfarnar vikur.

„Það er ekki hægt að kvarta yfir frammistöðunni gegn Tottenham. Við reyndum okkar besta til að vinna. En þó að það hafi ekki tekist þá erum við á réttri leið og skiljum erfiðu tímana eftir fyrir aftan okkur eftir þennan leik," sagði Ancelotti.

Hann reiknar með því að Frank Lampard snúi aftur í byrjunarliðið í leiknum gegn United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×