Enski boltinn

Roy Keane nýtur stuðnings leikmanna

Elvar Geir Magnússon skrifar

„Hver einn og einasti leikmaður vill halda Roy Keane," segir Grant Leadbitter, leikmaður Ipswich. Keane hefur átt erfitt uppdráttar í tíð sinni sem knattspyrnustjóri en Ipswich er nú rétt fyrir ofan fallsæti í ensku 1. deildinni.

Sem leikmaður var Keane með óbilandi sjálfstraust og gríðarlegan baráttuanda. Það eru kostir sem virðast algjörlega vanta í lið Ipswich um þessar mundir.

„Það standa allir við bakið á honum og við höfum trú á honum. Það erum við sem erum að tapa leikjunum, ekki knattspyrnustjórinn. Við verðum að líta í eigin barm og snúa þessu gengi við," segir Leadbitter.

Það er niðurskurður hjá Ipswich eins og víða annarstaðar og hefur Keane neyðst til að nota fleiri unga leikmenn en hann vildi. Til að mynda er miðvarðapar félagsins skipað tveimur tvítugum leikmönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×