Enski boltinn

City ætlar ekki að selja Tevez í janúar

Elvar Geir Magnússon skrifar

Manchester City er ákveðið í að selja ekki Argentínumanninn Carlos Tevez í janúar samkvæmt heimildum BBC. Tevez vill fara frá City og orðrómur er uppi um að hann ætli að fara í verkfall eða jafnvel leggja skóna á hilluna ef City leyfir honum ekki að fara.

En stjórnarmenn City eru tilbúnir að fara í hart samkvæmt BBC og fari svo að Tevez neiti að spila fyrir félagið muni það krefjast skaðabóta vegna samningsbrots.

Einhverjir fjölmiðlar hafa sagt ástæðuna fyrir óánægju leikmannsins að hann vilji fá hærri laun. Tevez segir það ekki satt og að hvaða upphæð sem er gæti ekki haldið honum hjá City.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×