Enski boltinn

Park: Asíubikarinn gæti ekki komið á verri tíma

Elvar Geir Magnússon skrifar

„Þetta eru blendnar tilfinningar fyrir mig," segir Suður-Kóreumaðurinn Ji-Sung Park sem fer til Asíu að keppa með landsliði sínu eftir tæpar tvær vikur. Hann mun taka þátt í Asíubikarnum og flýgur út strax eftir leik Manchester United gegn Sunderland um hátíðarnar.

Park hefur skorað sex mörk og lagt upp þrjú fyrir United á tímabilinu en hann skoraði meðal annars sigurmarkið gegn Arsenal í gær. Hann mun missa af sjö leikjum United meðan hann er í burtu.

„Ég hef verið að finna mig vel og er fullur sjálfstrausts. Mér líður því frekar furðulega að vera að fara. En á hinn bóginn er ég alltaf stoltur þegar ég spila fyrir þjóð mína," segir Park.

„Þó ég verði frá í einhvern tíma þá hefur Manchester United lið sem getur haldið áfram á sigurbraut. Ég býst við því að liðið verði enn á toppnum þegar ég kem aftur."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×