Fótbolti

Blatter hlær að áhyggjum samkynhneigðra

Elvar Geir Magnússon skrifar
Sepp Blatter, forseti FIFA, segir áhyggjur samkynhneigðra óþarfar.
Sepp Blatter, forseti FIFA, segir áhyggjur samkynhneigðra óþarfar.

Ýmsir réttindahópar samkynhneigðra hafa gagnrýnt þá ákvörðun FIFA að halda heimsmeistaramótið 2022 í Katar. Samkynhneigð er bönnuð með lögum í landinu.

„Þau ættu bara að halda sér frá öllum kynlífsathöfnum," sagði Sepp Blatter í gríni þegar hann var spurður út í áhyggjur samkynhneigðra að vera útilokaðir frá mótinu.

Blatter bætti svo við með alvarlegri tón: „Ég er viss um að það verða engin vandamál hvað þetta varðar þegar heimsmeistaramótið verður haldið í Katar."

Á heimasíðu samkynhneigðra fótboltaáhugamanna er tilkynning þar sem mótmælt er þeirri ákvörðun að halda heimsmeistaramót í landi þar sem réttindi þeirra séu ekki virt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×