Enski boltinn

Ferguson: Varnarlínan var stórkostleg

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Goðsögnin Ole Gunnar Solskjær var formlega kvaddur í kvöld og fékk þessa veglegu kveðjugjöf fyrir leik. Nordic Photos/AFP
Goðsögnin Ole Gunnar Solskjær var formlega kvaddur í kvöld og fékk þessa veglegu kveðjugjöf fyrir leik. Nordic Photos/AFP

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, var að vonum kátur með stigin þrjú í kvöld en viðurkenndi að vítaklúðrið hjá Rooney hefði valdið honum áhyggjum.

"Þetta var óvenjulegt víti. venjulega skýtur Wayne niðri í hornin og ég man ekki eftir því að hann hafi skotið yfir áður. Þetta klúður gaf Arsenal von en við vörðumst mjög vel. Varnarlínan var algjörlega stórkostleg í kvöld," sagði Ferguson.

"Við urðum að spila vel í kvöld til þess að fá góð úrslit. Menn vilja standa sig í þessum stórleikjum og mér fannst menn standa sig vel í þessum leik."



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×