Fótbolti

Gary Speed að taka við þjálfun Wales

Elvar Geir Magnússon skrifar

Samkvæmt heimildum BBC mun knattspyrnusamband Wales tilkynna um nýjan landsliðsþjálfara í vikunni. Þar er Gary Speed talinn líklegastur en hann heldur nú um stjórnartaumana hjá Sheffield United sem er í fallbaráttu í ensku 1. deildinni.

Speed er leikjahæsti útispilari Wales frá upphafi en hann hefur ekki viljað tjá sig um hvort hann sé að fara að taka við landsliðinu. Wales er neðst í sínum riðli í undankeppni EM, hefur enn ekki hlotið stig.

Chris Coleman sem var rekinn frá Coventry í maí er í öðru sæti hjá veðbönkum yfir næsta landsliðsþjálfara Wales.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×