Enski boltinn

Blackburn búið að reka Allardyce

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Allardyce var rekinn í dag.
Allardyce var rekinn í dag.

Blackburn Rovers rak í dag knattspyrnustjóra félagsins, Sam Allardyce. Hann hættir störfum hjá félaginu í dag. Steve Kean varaliðsþjálfari mun leysa hann af fyrst um sinn.

Það eru eigendur félagsins sem taka þessa ákvörðun en brottreksturinn er hluti að stórum áætlunum þeirra sem eiga að rífa félagið upp á nýjan leik.

Staða Allardyce hefur verið sögð ótrygg allt frá því nýir eigendur tóku við stjórnartaumunum.

Allardyce hefur ekki verið par hrifinn af þeim og var mjög ósáttur er honum var tjáð að hann fengi ekki að versla í janúar.

Stóri Sam skilur við liðið í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×