Enski boltinn

Rio: Stigin það eina sem skiptir máli

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Fletcher og Fabregas í baráttunni í kvöld. Nordic Photos/AFP
Fletcher og Fabregas í baráttunni í kvöld. Nordic Photos/AFP

Rio Ferdinand, fyrirliði Man. Utd, var að vonum kampakátur eftir sanngjarnan sigur liðsins á Arsenal á Old Trafford í kvöld. United er eftir leikinn á toppnum og á þess utan leik inni á næstu lið.

„Stundum spila lið ekki vel í svona stórleikjum. Menn vilja bara fá stigin og gera það sem þarf til þess að ná þeim. Stigin eru það sem skipta máli," sagði Rio.

„Við vorum ekki eins beittir og við hefðum viljað. Mér er alveg sama þó við töpum ekki leik. Það eina sem skiptir máli er að við séum á toppnum í lok tímabilsins."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×