Enski boltinn

Avram Grant næstur undir fallöxina?

Elvar Geir Magnússon skrifar

David Gold og David Sullivan, eigendur West Ham, eru allt annað en sáttir við gengi liðsins undir stjórn Avram Grant. Samkvæmt heimildum The Sun gæti Grant verið látinn taka pokann sinn fyrr en varir.

West Ham er á botni ensku úrvalsdeildarinnar, fimm stigum frá öruggu sæti. Þrátt fyrir hörmulegt gengi hefur Grant hrósað liði sínu og sagt að það væri að spila vel.

The Sun hefur eftir innanbúðarmanni hjá West Ham að eigendurnir efist um að Grant sé hæfur til að fá rétt hugarfar í leikmenn. Þeir eiga að hafa kallað hann til fundar þar sem þeir létu skoðun sína í ljós.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×