Enski boltinn

Wenger: Við gáfum allt í þennan leik

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Wenger var ekki alltaf kátur á hliðarlínunni í kvöld. Nordic Photos/AFP
Wenger var ekki alltaf kátur á hliðarlínunni í kvöld. Nordic Photos/AFP

Þó svo Arsenal hafi lítið ógnað marki Man. Utd í kvöld var Arsene Wenger, stjóri Arsenal, á því að hans lið hefði getað fengið eitthvað úr leiknum enda skoraði United aðeins eitt mark.

"Við gáfum allt í þennan leik og ég trúði því að við hefðum getað fengið eitthvað úr honum," sagði Wenger.

"Þetta var háspennuleikur. Bæði lið vel skipulögð og spennustig leikmanna hátt. Þess utan var völlurinn mjög vondur.

"Gæði leiksins voru ekki nógu mikil og það má kenna vellinum um það. Þess vegna voru bæði lið að gera mikið af einföldum mistökum.

"Ég er ekki á því að okkur hafi mistekist að skila góðu dagsverki. Við töpuðum leik og slíkt getur gerst hér," sagði Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×