Enski boltinn

Allardyce mjög vonsvikinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kominn tími á að fara.
Kominn tími á að fara.

Sam Allardyce missti vinnuna sína hjá Blackburn í dag og hann viðurkennir að uppsögnin hafi komið flatt upp á sig. Hann er þess utan mjög svekktur að hafa verið rekinn.

"Ég er í losti og hrikalega vonsvikinn," sagði Allardyce í yfirlýsingu á heimasiðu knattspyrnustjóra.

"Ég er mjög stoltur af því að hafa stýrt þessu félagi og ég naut þess að vinna með strákunum, aðstoðarmönnum mínum og stuðningsmönnunum. Ég óska félaginu alls hins besta."

Allardyce stýrði liðinu frá því í desember árið 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×