Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Ísak Orri Leifsson Schjetne skrifar 7. janúar 2026 22:15 Haukakonur komust upp að hlið Keflavíkur í kvöld. Það var svakaleg orka í Ólafssal í kvöld þegar Íslandsmeistarar Hauka tóku á móti Keflavík í 12. umferð Bónus-deildar kvenna. Leikurinn fór 94-73 Haukum í vil eftir skemmtilegan og kaflaskiptan leik. Leikurinn byrjaði vel fyrir heimakonur sem fengu fyrstu tvö stigin á sig, en settu svo niður níu stig í röð. Svo virtist stigabilið milli liðanna ætla engan enda að taka, 29-10 var mesta bilið milli liðanna, eða heil 19 stig. Amandine Justine Toi var í skotstuði og setti niður 12 stig fyrir heimakonur sem leiddu 29-14 eftir fyrsta leikhluta. Annar leikhluti fór mun hægar af stað og náðu Keflvíkingar að minnka stöðuna alveg niður í níu stig, 32-21, en heimakonur gáfu bara í eftir það og löbbuðu inn í hálfleikinn með 18 stiga muni, 46-28. Í lok seinni leikhluta fór boltinn út af vellinum og bæði lið virtust ætla taka innkastið vegna þess að einhver misskilningur virtist vera í samskiptum dómaranna sem bentu í sitthvora áttina. Þriðji leikhluti hófst og um leið og hann var flautaður í gang virtist allt annar andi vera yfir Keflavíkurliðinu, þrátt fyrir að munurinn næði upp að 26 stigum, 61-35, þá gerðu gestirnir virkilega góða atlögu að því að jafna og minnkuðu þær muninn í 11 stig, 65-54. Sama saga var í seinasta leikhluta leiksins, Haukakonur gáfu aldrei undan og kláruðu leikinn með mun meiri krafti heldur en í þriðja leikhluta, og enduðu leikar 94-73 Haukum í vil, en ekki geta gestirnir verið ósáttir lengi, þær fá annan leik gegn Haukum strax á laugardaginn í VÍS-bikarnum. Atvik leiksins Atvik leiksins átti sér stað í fyrsta leikhluta þegar Keishana Washington slær frá sér að Rósu Björk sem virtist hafa fengið hnefann í andlit og þurfti þar að leiðandi að fá aðhlynningu vegna blóðnasa, samtal dómara tríósins skilaði engri refsingu til Washington. Stjörnur og skúrkar Stjörnur leiksins voru þær Amandine Toi, Krystal Freeman, Þóra Kristín og Tinna Guðrún, en þær fjórar voru samanlagt með 77 af 94 stigum Hauka í kvöld! Dómararnir Þeir Jóhannes Páll, Bjarni Rúnar og Birgir Örn voru ágætir á flautunni í kvöld, þeir reyndu að leyfa leiknum að ganga sinn gang en virtust dæma fremur óskýra dóma á tímabili þar sem þeir virtust fremur ósammála hvort liðið ætti að fá boltann, en fyrir utan það voru þeir bara flottir! Stemning og umgjörð Stemningin var virkilega góð hér í Ólafssal á Ásvöllum í kvöld, góð mæting hjá áhorfendum sem hafa líklega saknað þess jafn mikið að mæta á völlinn og leikmenn beggja liða. Umgjörðin er alltaf til fyrirmyndar, Play pappamálin voru á sínum stað og boðið var upp á kakó og kaffi fyrir áhorfendur og blaðamenn. Fagleg og flott aðstaða sem Hafnafjörðurinn hefur hér upp á að bjóða! Viðtöl Emil: Vonandi vinnum við þær aftur Emil Barja, þjálfari Hauka, var spurður út í sín fyrstu viðbrögð: „Bara frábær barátta hjá okkur, ég var mjög ánægður með allt sem við gerðum. Við misstum þetta aðeins í enda þriðja, þær (Keflavík) voru að pressa og agressívar, við fórum í „panikk“ með þeim. En bara heilt yfir var ég mjög ánægður.“ Þið komust alveg upp í 25 stiga mun, hversu óskandi hefðu þau úrslit verið hefðuð þið haldið því bili? „Það er náttúrulega alltaf markmið sko en það er erfitt náttúrulega líka þegar liðið er komið svona langt undir og hefur engu að tapa, þá annaðhvort gefast þær upp eða setja í flug gír, ég verð að setja hrós á þær (Keflavík), þær ætluðu aldrei að gefast upp og létu okkur alveg hafa fyrir þessu í endann, það er líka gaman, þá gátum við séð hvað við þyrftum að bæta í okkar leik.“ Þið keppið aftur við þær eftir einungis þrjá daga í VÍS-bikarnum, ætliði að reyna halda sama plani þá? „Já vonandi höldum við sama plani og vinnum þær aftur, við skoðum aðeins hvað gekk illa og hvað gekk vel og kannski breytum einhverju líka, þær (Keflavík) gera það kannski líka, ég er ekkert viss að þetta verði eins leikur á laugardaginn, þetta er önnur keppni og öðruvísi undirbúningur.“ Hörður Axel: Svekktur með sjálfan mig og liðið „Bara svekktur, svekktur með sjálfan mig, svekktur með liðið mitt, þetta viljum við ekki standa fyrir,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, eftir tapið. Þið komist mest 25 stigum undir, náið svo að minnka muninn niður í níu stig, hversu óskandi væri að ná að jafna eftir svona mikið bil? „Ég meina við komum hingað til að vinna, þannig að sama hvernig leikurinn þróast þá spilast hann í 40 mínútur og við gerðum atlögu en þær (Haukar) svöruðu vel og lokuðu leiknum sannfærandi.“ Þið eigið leik aftur við þær strax á laugardaginn, hvernig verður undirbúningurinn? „Bara recovery og fara yfir hvað klikkaði í dag og finna smá gleði í því sem við erum að gera og smá bæði „togethernes“ og smá „effort“ í öllu því sem við gerum og þá gerast góðu hlutirnir.“ Bónus-deild kvenna Haukar Keflavík ÍF
Það var svakaleg orka í Ólafssal í kvöld þegar Íslandsmeistarar Hauka tóku á móti Keflavík í 12. umferð Bónus-deildar kvenna. Leikurinn fór 94-73 Haukum í vil eftir skemmtilegan og kaflaskiptan leik. Leikurinn byrjaði vel fyrir heimakonur sem fengu fyrstu tvö stigin á sig, en settu svo niður níu stig í röð. Svo virtist stigabilið milli liðanna ætla engan enda að taka, 29-10 var mesta bilið milli liðanna, eða heil 19 stig. Amandine Justine Toi var í skotstuði og setti niður 12 stig fyrir heimakonur sem leiddu 29-14 eftir fyrsta leikhluta. Annar leikhluti fór mun hægar af stað og náðu Keflvíkingar að minnka stöðuna alveg niður í níu stig, 32-21, en heimakonur gáfu bara í eftir það og löbbuðu inn í hálfleikinn með 18 stiga muni, 46-28. Í lok seinni leikhluta fór boltinn út af vellinum og bæði lið virtust ætla taka innkastið vegna þess að einhver misskilningur virtist vera í samskiptum dómaranna sem bentu í sitthvora áttina. Þriðji leikhluti hófst og um leið og hann var flautaður í gang virtist allt annar andi vera yfir Keflavíkurliðinu, þrátt fyrir að munurinn næði upp að 26 stigum, 61-35, þá gerðu gestirnir virkilega góða atlögu að því að jafna og minnkuðu þær muninn í 11 stig, 65-54. Sama saga var í seinasta leikhluta leiksins, Haukakonur gáfu aldrei undan og kláruðu leikinn með mun meiri krafti heldur en í þriðja leikhluta, og enduðu leikar 94-73 Haukum í vil, en ekki geta gestirnir verið ósáttir lengi, þær fá annan leik gegn Haukum strax á laugardaginn í VÍS-bikarnum. Atvik leiksins Atvik leiksins átti sér stað í fyrsta leikhluta þegar Keishana Washington slær frá sér að Rósu Björk sem virtist hafa fengið hnefann í andlit og þurfti þar að leiðandi að fá aðhlynningu vegna blóðnasa, samtal dómara tríósins skilaði engri refsingu til Washington. Stjörnur og skúrkar Stjörnur leiksins voru þær Amandine Toi, Krystal Freeman, Þóra Kristín og Tinna Guðrún, en þær fjórar voru samanlagt með 77 af 94 stigum Hauka í kvöld! Dómararnir Þeir Jóhannes Páll, Bjarni Rúnar og Birgir Örn voru ágætir á flautunni í kvöld, þeir reyndu að leyfa leiknum að ganga sinn gang en virtust dæma fremur óskýra dóma á tímabili þar sem þeir virtust fremur ósammála hvort liðið ætti að fá boltann, en fyrir utan það voru þeir bara flottir! Stemning og umgjörð Stemningin var virkilega góð hér í Ólafssal á Ásvöllum í kvöld, góð mæting hjá áhorfendum sem hafa líklega saknað þess jafn mikið að mæta á völlinn og leikmenn beggja liða. Umgjörðin er alltaf til fyrirmyndar, Play pappamálin voru á sínum stað og boðið var upp á kakó og kaffi fyrir áhorfendur og blaðamenn. Fagleg og flott aðstaða sem Hafnafjörðurinn hefur hér upp á að bjóða! Viðtöl Emil: Vonandi vinnum við þær aftur Emil Barja, þjálfari Hauka, var spurður út í sín fyrstu viðbrögð: „Bara frábær barátta hjá okkur, ég var mjög ánægður með allt sem við gerðum. Við misstum þetta aðeins í enda þriðja, þær (Keflavík) voru að pressa og agressívar, við fórum í „panikk“ með þeim. En bara heilt yfir var ég mjög ánægður.“ Þið komust alveg upp í 25 stiga mun, hversu óskandi hefðu þau úrslit verið hefðuð þið haldið því bili? „Það er náttúrulega alltaf markmið sko en það er erfitt náttúrulega líka þegar liðið er komið svona langt undir og hefur engu að tapa, þá annaðhvort gefast þær upp eða setja í flug gír, ég verð að setja hrós á þær (Keflavík), þær ætluðu aldrei að gefast upp og létu okkur alveg hafa fyrir þessu í endann, það er líka gaman, þá gátum við séð hvað við þyrftum að bæta í okkar leik.“ Þið keppið aftur við þær eftir einungis þrjá daga í VÍS-bikarnum, ætliði að reyna halda sama plani þá? „Já vonandi höldum við sama plani og vinnum þær aftur, við skoðum aðeins hvað gekk illa og hvað gekk vel og kannski breytum einhverju líka, þær (Keflavík) gera það kannski líka, ég er ekkert viss að þetta verði eins leikur á laugardaginn, þetta er önnur keppni og öðruvísi undirbúningur.“ Hörður Axel: Svekktur með sjálfan mig og liðið „Bara svekktur, svekktur með sjálfan mig, svekktur með liðið mitt, þetta viljum við ekki standa fyrir,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, eftir tapið. Þið komist mest 25 stigum undir, náið svo að minnka muninn niður í níu stig, hversu óskandi væri að ná að jafna eftir svona mikið bil? „Ég meina við komum hingað til að vinna, þannig að sama hvernig leikurinn þróast þá spilast hann í 40 mínútur og við gerðum atlögu en þær (Haukar) svöruðu vel og lokuðu leiknum sannfærandi.“ Þið eigið leik aftur við þær strax á laugardaginn, hvernig verður undirbúningurinn? „Bara recovery og fara yfir hvað klikkaði í dag og finna smá gleði í því sem við erum að gera og smá bæði „togethernes“ og smá „effort“ í öllu því sem við gerum og þá gerast góðu hlutirnir.“