Sport

Gæti orðið dýrastur í sögu KR

Hinn 15 ára gamli Alexander Rafn Pálmason verður ef að líkum lætur dýrasti leikmaður sem KR hefur selt, þegar að því kemur, en danska knattspyrnufélagið Nordsjælland er sagt líklegast til að landa honum.

Íslenski boltinn

Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna

„Ég er ótrúlega ánægður með það sem ég hef gert og ef ég tek þá ákvörðun að hætta þá væri ég sáttur. Það styttist í að ég ákveði mig,“ segir Birkir Bjarnason, leikjahæsti landsliðsmaður Íslands í fótbolta frá upphafi. Hann liggur undir feldi eftir stormasama lokadaga hjá félagi hans Brescia á Ítalíu.

Fótbolti

Á­kvæði í samningi Andra tengt brott­hvarfi föður hans

Eftir að föður hans var á dögunum sagt upp störfum sem þjálfari Leipzig í Þýska­landi, getur ís­lenski lands­liðs­maðurinn í hand­bolta, Andri Már Rúnars­son leik­maður félagsins, virkjað ákvæði í samningi sínum sem gerir honum kleift að halda annað.

Handbolti

Flagg fer til Dallas

Dallas Mavericks völdu Cooper Flagg frá Duke háskólanum, eins og búist var við, með fyrsta valréttinum í nýliðavali NBA sem fór fram í nótt.

Körfubolti

Lallana leggur skóna á hilluna

Hinn 37 ára gamli Adam Lallana hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir farsælan, tæplega tuttugu ára langan, feril sem leikmaður Southampton, Liverpool, Brighton og enska landsliðsins.

Enski boltinn

Svekkjandi tap eftir mis­heppnaða sendingu

Ísland tapaði 1-0 gegn Finnlandi í æfingaleik kvennalandsliðanna skipað nítján ára leikmönnum og yngri. Ísland leikur því um bronsið á fjögurra liða æfingamóti Norðurlandanna og mætir tapliðinu úr leik Noregs og Svíþjóðar næsta laugardag.

Fótbolti

Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi

Ólafur Björn Loftsson, afreksstjóri Golfsambands Íslands, hefur valið landsliðin sem taka þátt á Evrópumótum kvenna, karla, stúlkna og pilta. Evrópumót kvenna fer fram í Frakklandi og karlaliðið leikur á Írlandi. Stúlknalandsliðið leikur í Englandi og piltalandsliðið í Ungverjalandi.

Golf

John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á ó­vart“

„Þetta kom mér mjög á óvart. Í fyrsta sinn í yfir tuttugu ár var ég spurður út í starf mitt í viðtali eftir leikinn við Þór/KA. Ég sá margt jákvætt í gangi og var virkilega peppaður fyrir því að snúa þessu við,“ segir John Andrews sem var látinn fara sem þjálfari Víkinga í Bestu-deild kvenna í gær.

Íslenski boltinn