Sport

Villa berst við ná­grannana um Disasi

Varnarmaðurinn Axel Disasi er sagður hafa náð munnlegu samkomulagi við Aston Villa í tengslum við fyrirhuguð félagaskipti frá Chelsea. Fleiri félög í úrvalsdeildinni eru áhugasöm um Frakkann öfluga. 

Enski boltinn

Xabi vill sækja liðs­styrk til Pep

Xabi Alonso og lærisveinar hans í Bayer Leverkusen sitja í 2. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu og eru sex stigum á eftir toppliði Bayern Munchen. Spánverjinn klóki vill styrkja liðið og hefur augastað á leikmanni Manchester City.

Enski boltinn

Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi

Iliman Ndiaye var hetja Everton gegn Brighton þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Hann skoraði eina mark leiksins og fékk gult spjald fyrir að fagna því á óviðeigandi hátt að mati dómarans.

Enski boltinn

Viktor Gísli besti maður Ís­lands á HM

Það kemur líklega fáum á óvart hver var efstur í einkunnagjöf Vísis á heimsmeistaramótinu í handbolta. Enginn lék betur hjá strákunum okkar á HM í ár en markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson.

Handbolti

„Cole, Pep var að spila með þig“

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, vildi mikið tala við fyrrum lærisvein sinn út á vellinum eftir leikinn hjá City og Chelsea um helgina og það fyrir framan allar myndavélarnar. Manchester United goðsögnin Gary Neville var ekki hrifinn.

Enski boltinn

Marka­skorarinn Martínez: Ég var heppinn

„Ég var heppinn, að mínu mati, en sigurinn var mjög mikilvægur,“ sagði miðvörðurinn Lisandro Martínez, hetja Manchester United er liðið vann 1-0 útisigur á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Enski boltinn

Skýrsla Henrys: Endur­tekið efni enn eitt árið

Ísland er úr leik á HM. Markmiðið að komast í átta liða úrslit náðist ekki. Enn eitt stórmótið ná strákarnir okkar ekki að komast áfram í hóp þeirra bestu. Þeir spóla sem fyrr í sama farinu og komast ekki upp úr leðjunni.

Handbolti

Upp­gjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim

Ísland er úr leik á heimsmeistaramótinu í handbolta og er þar með fyrsta liðið frá upphafi sem kemst ekki áfram úr milliriðli með átta stig. Það varð ljóst eftir 29-26 sigur Króatíu gegn Slóveníu í kvöld. Króatar enda því í efsta sæti milliriðilsins og mæta Ungverjalandi í átta liða úrslitum. Egyptaland endar í öðru sæti og mætir Frakklandi næst.

Handbolti