Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2025 15:01 Marta Cox er besti leikmaður kvennalandsliðs Panama en forseti sambandsins var ósáttur með það að hún gagnrýndi aðbúnað landsliðsins. Getty/Sean M. Haffey Þetta ættu að vera frábærir dagar fyrir forseta knattspyrnusambands Panama en svo er nú ekki raunin og hann getur engum kennt um nema sjálfum sér. Aðeins nokkrum dögum eftir að Panama tryggði sér sæti á heimsmeistaramóti karla 2026 dæmdi Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, forseta sambandsins í lengra bann fyrir að virða ekki fyrra bann sem var sett á hann fyrir að beita stjörnu kvennalandsliðsins fituskömmun. FIFA sagði að Manuel Arias væri í banni frá allri starfsemi tengdri fótbolta í sex mánuði, bann sem rennur út um fjórum vikum áður en heimsmeistaramótið hefst í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada næsta sumar. #DeportesCri Manuel Arias, presidente de la Fepafut, ha sido suspendido de toda actividad relacionada con el fútbol durante seis meses y multado con 20.000 francos suizos por infringir el artículo 21 del Código Disciplinario de la FIFA (CDF), concretamente por no haber respetado… pic.twitter.com/CcsnAppZdU— Diario Critica.Pa (@criticaenlinea) November 21, 2025 Arias er þar með meinað að vera viðstaddur dráttinn fyrir heimsmeistaramótið þann 5. desember en dregið verður í Washington, D.C. í Bandaríkjunum. FIFA sagði að agadómarar sambandsins hefðu einnig lagt 25 þúsund Bandaríkjadala sekt á embættismanninn frá Panama fyrir að fara ekki að fyrri úrskurði siðanefndar sambandsins sem setti hann í sex mánaða bann fram í júlí. Engar nánari upplýsingar voru gefnar um hvernig hann braut bannið. Arias gaf í skyn að Marta Cox væri „feit“ eftir að hún gagnrýndi aðbúnað landsliðsins, sem komst á heimsmeistaramót kvenna 2023. Cox er fyrirliði og einn allra besti leikmaður kvennalandsliðsins og hefur skorað 26 mörk í 63 landsleikjum. Arias viðurkenndi síðan að þetta hafi verið óheppileg ummæli í mars 2024 en slapp þó ekki undan banni FIFA. Á meðan á fyrra sex mánaða banni hans stóð hefði Arias átt að vera fjarverandi á tveimur undankeppnisleikjum fyrir heimsmeistaramótið í júní og á Gullbikarnum í Bandaríkjunum sem stóð fram í júlí. Arias getur áfrýjað nýjustu viðurlögum FIFA. Panama tryggði sér sæti á heimsmeistaramóti karla með því að sigra El Salvador 3-0 á þriðjudag á meðan Súrínam, sem áður leiddi riðilinn, tapaði 3-1 í Gvatemala. El Comité de Ética de la Fifa volvió a suspender por seis meses al presidente de la Federación Panameña de Fútbol, FPF, Manuel Arias, por no cumplir con una sanción impuesta anteriormentehttps://t.co/Jl7bUF716a— Diario La República (@larepublica_co) November 22, 2025 HM 2026 í fótbolta Panama Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Sjá meira
Aðeins nokkrum dögum eftir að Panama tryggði sér sæti á heimsmeistaramóti karla 2026 dæmdi Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, forseta sambandsins í lengra bann fyrir að virða ekki fyrra bann sem var sett á hann fyrir að beita stjörnu kvennalandsliðsins fituskömmun. FIFA sagði að Manuel Arias væri í banni frá allri starfsemi tengdri fótbolta í sex mánuði, bann sem rennur út um fjórum vikum áður en heimsmeistaramótið hefst í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada næsta sumar. #DeportesCri Manuel Arias, presidente de la Fepafut, ha sido suspendido de toda actividad relacionada con el fútbol durante seis meses y multado con 20.000 francos suizos por infringir el artículo 21 del Código Disciplinario de la FIFA (CDF), concretamente por no haber respetado… pic.twitter.com/CcsnAppZdU— Diario Critica.Pa (@criticaenlinea) November 21, 2025 Arias er þar með meinað að vera viðstaddur dráttinn fyrir heimsmeistaramótið þann 5. desember en dregið verður í Washington, D.C. í Bandaríkjunum. FIFA sagði að agadómarar sambandsins hefðu einnig lagt 25 þúsund Bandaríkjadala sekt á embættismanninn frá Panama fyrir að fara ekki að fyrri úrskurði siðanefndar sambandsins sem setti hann í sex mánaða bann fram í júlí. Engar nánari upplýsingar voru gefnar um hvernig hann braut bannið. Arias gaf í skyn að Marta Cox væri „feit“ eftir að hún gagnrýndi aðbúnað landsliðsins, sem komst á heimsmeistaramót kvenna 2023. Cox er fyrirliði og einn allra besti leikmaður kvennalandsliðsins og hefur skorað 26 mörk í 63 landsleikjum. Arias viðurkenndi síðan að þetta hafi verið óheppileg ummæli í mars 2024 en slapp þó ekki undan banni FIFA. Á meðan á fyrra sex mánaða banni hans stóð hefði Arias átt að vera fjarverandi á tveimur undankeppnisleikjum fyrir heimsmeistaramótið í júní og á Gullbikarnum í Bandaríkjunum sem stóð fram í júlí. Arias getur áfrýjað nýjustu viðurlögum FIFA. Panama tryggði sér sæti á heimsmeistaramóti karla með því að sigra El Salvador 3-0 á þriðjudag á meðan Súrínam, sem áður leiddi riðilinn, tapaði 3-1 í Gvatemala. El Comité de Ética de la Fifa volvió a suspender por seis meses al presidente de la Federación Panameña de Fútbol, FPF, Manuel Arias, por no cumplir con una sanción impuesta anteriormentehttps://t.co/Jl7bUF716a— Diario La República (@larepublica_co) November 22, 2025
HM 2026 í fótbolta Panama Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Sjá meira