Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2025 06:31 Viktor Bjarki Daðason fær vonandi að spila stórleikinn í dag. EPA/Liselotte Sabroe Það er stórleikur í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þar sem Viktor Bjarki Daðason og félagar í FCK Kaupmannahöfn taka á móti nágrönnum sínum í Bröndby. Þetta verður væntanlega sögulegur leikur hjá þessum hatrömmu nágrönnum því að öllu óbreyttu verður þetta í síðasta sinn sem stuðningsmenn gestaliðsins eru ekki velkomnir á þennan nágrannaslag. Danski nágrannaslagurinn milli FC Kaupmannahafnar og Bröndby IF er án efa stærsti viðburðurinn í danskri knattspyrnu. Síðasta árið hafa viðburðirnir verið skugginn af sjálfum sér þar sem stuðningsmönnum gestaliðsins hefur verið bannað að mæta á leiki gegn erkifjendunum vegna vaxandi óeirða milli hópa í stuðningsmannahópum félaganna. 20 spillere er udtaget til truppen til søndagens Derby i Parken mod Brøndby IF 👇🏼Husk at alle FCK-fans opfordres til at samles på Øster Alle kl. 10.00 og tage imod spillerne, når de ankommer ad Øster Alle fra Trianglen #fcklive #sldk https://t.co/PjIZcNwMgy— F.C. København (@FCKobenhavn) November 22, 2025 Í dag í Parken verður það einnig raunin því aðeins stuðningsmenn FCK verða viðstaddir en það er vonandi í allra síðasta sinn sem stuðningsmenn FCK og Brøndby geta ekki verið viðstaddir á sama leikvangi. Þetta staðfestir Claus Thomsen, forstjóri dönsku deildarinnar, í samtali við TV 2 Sport. „Almennt séð óskum við þess hjá dönsku deildinni að á öllum leikjum í danskri knattspyrnu geti verið áhorfendur frá báðum liðum og ákvörðunin er nú sú að þannig skuli það vera árið 2026. Þá afnemum við fyrirmælin um að félögin megi ekki hafa stuðningsmenn gestaliðsins á nágrannaslögum í Kaupmannahöfn,“ sagði Claus Thomsen. Bannið stendur því enn en þrír síðustu nágrannaslagir Kaupmannahafnarliðanna hafa farið rólega fram án stuðningsmanna gestaliðsins. 𝐅𝐨𝐫 𝐤𝐥𝐮𝐛𝐛𝐞𝐧 𝐨𝐠 𝐛𝐲𝐞𝐧.#fcklive #sldk pic.twitter.com/isNB2WywVR— F.C. København (@FCKobenhavn) November 22, 2025 Væntanlegur er nýr lagapakki hjá dönsku ríkisstjórninni sem gefur félögum og lögreglu betri skilyrði í baráttunni gegn fótboltabullum. „Það er ekki hægt að spila næsta nágrannaslag fyrr en í fyrsta lagi í úrslitakeppninni, sem hefst í mars, þannig að bakgrunnurinn fyrir tímasetningu ákvörðunarinnar er að á þeim tímapunkti verður nýi lagapakkinn kominn á sinn stað,“ sagði Thomsen. „Við vitum ekki enn nákvæmlega hvað verður samþykkt á danska þinginu, en við gerum til dæmis ráð fyrir að andlitsgreining verði komin á sinn stað þegar næsti nágrannaslagur verður spilaður árið 2026. Það verður einn af mörgum þáttum í lagapakka sem gerir það að verkum að við stöndum á alveg nýjum grunni,“ sagði Thomsen. Andlitsgreiningin hjálpar lögreglu að finna fótboltabullurnar og koma þeim af svæðinu áður en þær ná að skapa vandræði. Viktor Bjarki Daðason og Rúnar Alex Rúnarsson eru báðir í leikmannahóp FCK í leiknum sem hefst klukkan 11.00 að íslenskum tíma. Danski boltinn Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Þetta verður væntanlega sögulegur leikur hjá þessum hatrömmu nágrönnum því að öllu óbreyttu verður þetta í síðasta sinn sem stuðningsmenn gestaliðsins eru ekki velkomnir á þennan nágrannaslag. Danski nágrannaslagurinn milli FC Kaupmannahafnar og Bröndby IF er án efa stærsti viðburðurinn í danskri knattspyrnu. Síðasta árið hafa viðburðirnir verið skugginn af sjálfum sér þar sem stuðningsmönnum gestaliðsins hefur verið bannað að mæta á leiki gegn erkifjendunum vegna vaxandi óeirða milli hópa í stuðningsmannahópum félaganna. 20 spillere er udtaget til truppen til søndagens Derby i Parken mod Brøndby IF 👇🏼Husk at alle FCK-fans opfordres til at samles på Øster Alle kl. 10.00 og tage imod spillerne, når de ankommer ad Øster Alle fra Trianglen #fcklive #sldk https://t.co/PjIZcNwMgy— F.C. København (@FCKobenhavn) November 22, 2025 Í dag í Parken verður það einnig raunin því aðeins stuðningsmenn FCK verða viðstaddir en það er vonandi í allra síðasta sinn sem stuðningsmenn FCK og Brøndby geta ekki verið viðstaddir á sama leikvangi. Þetta staðfestir Claus Thomsen, forstjóri dönsku deildarinnar, í samtali við TV 2 Sport. „Almennt séð óskum við þess hjá dönsku deildinni að á öllum leikjum í danskri knattspyrnu geti verið áhorfendur frá báðum liðum og ákvörðunin er nú sú að þannig skuli það vera árið 2026. Þá afnemum við fyrirmælin um að félögin megi ekki hafa stuðningsmenn gestaliðsins á nágrannaslögum í Kaupmannahöfn,“ sagði Claus Thomsen. Bannið stendur því enn en þrír síðustu nágrannaslagir Kaupmannahafnarliðanna hafa farið rólega fram án stuðningsmanna gestaliðsins. 𝐅𝐨𝐫 𝐤𝐥𝐮𝐛𝐛𝐞𝐧 𝐨𝐠 𝐛𝐲𝐞𝐧.#fcklive #sldk pic.twitter.com/isNB2WywVR— F.C. København (@FCKobenhavn) November 22, 2025 Væntanlegur er nýr lagapakki hjá dönsku ríkisstjórninni sem gefur félögum og lögreglu betri skilyrði í baráttunni gegn fótboltabullum. „Það er ekki hægt að spila næsta nágrannaslag fyrr en í fyrsta lagi í úrslitakeppninni, sem hefst í mars, þannig að bakgrunnurinn fyrir tímasetningu ákvörðunarinnar er að á þeim tímapunkti verður nýi lagapakkinn kominn á sinn stað,“ sagði Thomsen. „Við vitum ekki enn nákvæmlega hvað verður samþykkt á danska þinginu, en við gerum til dæmis ráð fyrir að andlitsgreining verði komin á sinn stað þegar næsti nágrannaslagur verður spilaður árið 2026. Það verður einn af mörgum þáttum í lagapakka sem gerir það að verkum að við stöndum á alveg nýjum grunni,“ sagði Thomsen. Andlitsgreiningin hjálpar lögreglu að finna fótboltabullurnar og koma þeim af svæðinu áður en þær ná að skapa vandræði. Viktor Bjarki Daðason og Rúnar Alex Rúnarsson eru báðir í leikmannahóp FCK í leiknum sem hefst klukkan 11.00 að íslenskum tíma.
Danski boltinn Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira