Handbolti

Orri skoraði sex í stór­sigri

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Orri Freyr Þorkelsson skoraði sex fyrir Sporting.
Orri Freyr Þorkelsson skoraði sex fyrir Sporting. Vísir/Getty

Orri Freyr Þorkelsson skoraði sex mörk fyrir Sporting er liðið vann öruggan tíu marka sigur gegn Maritimo í portúgölsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Gestirnir í Maritimo skoruðu fyrsta mark leiksins, en eftir það voru Orri og félagar með yfirhöndina.

Heimamenn í Sporting náðu mest fjögurra marka forystu í fyrri hálfleik og leiddu 20-16 þegar flautað var til hálfleiks.

Í síðari hálfleik var svo aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda. Heimamenn náðu fljótt upp átta marka forskoti og unnu að lokum öruggan tíu marka sigur, 41-31.

Orri Freyr skoraði sex mörk fyrir Sporting sem trónir á toppi portúgölsku deildarinnar með 33 stig eftir 11 leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×