Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2025 15:09 Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, er undir mikill pressu og enn meiri eftir hræðileg úrslit í gær. Getty/Visionhaus Það er enginn vafi í huga helsta knattspyrnusérfræðings breska ríkisútvarpsins. Það er sannkallað krísuástand á Anfield eftir hryllinginn í gær. „Liverpool í algerri krísu og Slot undir gríðarlegri pressu,“ er fyrirsögnin á pistli Phil McNulty um 3-0 tap Liverpool á móti Nottingham Forest á Anfield, liði sem byrjaði daginn í nítjándu sæti deildarinnar. „Arne Slot er ekki lengur að reyna að bjarga Englandsmeisturum Liverpool frá því að misstíga sig. Hryllingssýningin á Anfield á laugardaginn gegn Nottingham Forest var fall beint ofan í hyldýpið,“ skrifaði McNulty. Algjör krísa „Það sem flestir töldu í mesta lagi vera smá hiksta, byggt á sannfærandi sönnunargögnum frá fyrsta titilári Slot á síðasta tímabili, er nú orðið að algerri krísu hjá Liverpool og þjálfaranum sem er í vanda staddur,“ skrifaði McNulty. „Hversu slæmt þetta er er erfitt að mæla en þetta var mjög slæmt,“ sagði Slot sjálfur eftir leik. „Að spila á heimavelli og tapa 3-0, sama hvaða liði þú mætir, eru mjög, mjög slæm úrslit,“ sagði Slot. 🚨 Arne Slot: “If things go well or things go bad it's always my responsibility. I tried to adjust a few things that didn't really work out”.“We have quality players. It's my job to get the best out of them. I am not at the moment. It's my responsibility”. pic.twitter.com/kqEPmGSOkU— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 22, 2025 „Enginn getur haldið því fram að starf Slot sé í bráðri hættu eftir afrek hans í kjölfar þess að hann tók við af Jurgen Klopp, en fótboltinn er svo miskunnarlaus að hann er nú undir alvarlegri pressu að snúa blaðinu við sem ógnar því að gleypa Anfield,“ skrifaði McNulty. Mjög veikur undirbúningur Hann bendir á það að knattspyrnustjóri Liverpool, hver sem hann er, sé alltaf undir pressu að vinna leiki en núna sé hann undir enn meiri pressu og eftirliti eftir að hafa tapað sex af sjö leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Það er jafnmikið og í síðustu 58 leikjum þeirra þar á undan. Þeir hafa tapað tveimur af síðustu þremur heimaleikjum sínum í deildinni, jafnmörgum og í síðustu 53 þar á undan. „Ósigrandi ásýndin sem Liverpool bar með sér á síðasta tímabili hefur vikið fyrir veikum – mjög veikum – undirbúningi. Og hann hefur verið til staðar frá byrjun tímabilsins. Það þarf mikið til að eyða 450 milljónum punda til að gera Liverpool-lið, sem gekk að titlinum á síðasta tímabili, verra en miðað við það sem hefur sést hingað til hafa Slot og leikmannakaupadeild félagsins náð því afreki,“ skrifaði McNulty en það má lesa allan pistilinn hér. ‼️ Slot has run out of road at LiverpoolLiverpool look like a side searching for themselves on a map with no roads, and the longer it goes on, the clearer it becomes that Arne Slot has not given them the tools to cope, regardless of what the signs say.They can start games… pic.twitter.com/4tFiQb0zDQ— Eddie Gibbs (@eddiegibbs) November 23, 2025 Enski boltinn Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ Sjá meira
„Liverpool í algerri krísu og Slot undir gríðarlegri pressu,“ er fyrirsögnin á pistli Phil McNulty um 3-0 tap Liverpool á móti Nottingham Forest á Anfield, liði sem byrjaði daginn í nítjándu sæti deildarinnar. „Arne Slot er ekki lengur að reyna að bjarga Englandsmeisturum Liverpool frá því að misstíga sig. Hryllingssýningin á Anfield á laugardaginn gegn Nottingham Forest var fall beint ofan í hyldýpið,“ skrifaði McNulty. Algjör krísa „Það sem flestir töldu í mesta lagi vera smá hiksta, byggt á sannfærandi sönnunargögnum frá fyrsta titilári Slot á síðasta tímabili, er nú orðið að algerri krísu hjá Liverpool og þjálfaranum sem er í vanda staddur,“ skrifaði McNulty. „Hversu slæmt þetta er er erfitt að mæla en þetta var mjög slæmt,“ sagði Slot sjálfur eftir leik. „Að spila á heimavelli og tapa 3-0, sama hvaða liði þú mætir, eru mjög, mjög slæm úrslit,“ sagði Slot. 🚨 Arne Slot: “If things go well or things go bad it's always my responsibility. I tried to adjust a few things that didn't really work out”.“We have quality players. It's my job to get the best out of them. I am not at the moment. It's my responsibility”. pic.twitter.com/kqEPmGSOkU— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 22, 2025 „Enginn getur haldið því fram að starf Slot sé í bráðri hættu eftir afrek hans í kjölfar þess að hann tók við af Jurgen Klopp, en fótboltinn er svo miskunnarlaus að hann er nú undir alvarlegri pressu að snúa blaðinu við sem ógnar því að gleypa Anfield,“ skrifaði McNulty. Mjög veikur undirbúningur Hann bendir á það að knattspyrnustjóri Liverpool, hver sem hann er, sé alltaf undir pressu að vinna leiki en núna sé hann undir enn meiri pressu og eftirliti eftir að hafa tapað sex af sjö leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Það er jafnmikið og í síðustu 58 leikjum þeirra þar á undan. Þeir hafa tapað tveimur af síðustu þremur heimaleikjum sínum í deildinni, jafnmörgum og í síðustu 53 þar á undan. „Ósigrandi ásýndin sem Liverpool bar með sér á síðasta tímabili hefur vikið fyrir veikum – mjög veikum – undirbúningi. Og hann hefur verið til staðar frá byrjun tímabilsins. Það þarf mikið til að eyða 450 milljónum punda til að gera Liverpool-lið, sem gekk að titlinum á síðasta tímabili, verra en miðað við það sem hefur sést hingað til hafa Slot og leikmannakaupadeild félagsins náð því afreki,“ skrifaði McNulty en það má lesa allan pistilinn hér. ‼️ Slot has run out of road at LiverpoolLiverpool look like a side searching for themselves on a map with no roads, and the longer it goes on, the clearer it becomes that Arne Slot has not given them the tools to cope, regardless of what the signs say.They can start games… pic.twitter.com/4tFiQb0zDQ— Eddie Gibbs (@eddiegibbs) November 23, 2025
Enski boltinn Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ Sjá meira