Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2025 22:33 Lionel Messi og félagar í Argentínu eru ríkjandi heimsmeistarar eftir sigur á 32 liða HM í Katar 2022. Getty/David Ramos Argentínska landsliðið hefur verið á mikilli sigurgöngu síðustu ár en fær kannski of mikið lof að mati manns sem þekkir það að vera hetja argentínsku þjóðarinnar. Þær gerast ekki stærri knattspyrnuhetjurnar en Mario Kempes var í lok áttunda áratugarins. Kempes var nefnilega í aðalhlutverki og markakóngur heimsmeistarakeppninnar þegar Argentína varð heimsmeistari í fyrsta sinn árið 1978. Hann skoraði tvö af sex mörkum sínum í keppninni í úrslitaleiknum á móti Hollandi. Það virðist núna eitthvað pirra kappann hversu mikið er látið með heimsmeistaralið Argentínu frá því á síðasta HM í Katar 2022. Þar vann Lionel Messi langþráðan heimsmeistaratitil og argentínska þjóðin fór algjörlega á hliðina. „Það var Brasilía árið 1970, Holland, sem vann ekki neitt, en var eitt af bestu liðunum. Fótbolti byrjaði ekki þremur mánuðum fyrir HM í Katar. Hann hefur verið til í langan tíma og fólk þarf að virða söguna,“ sagði Mario Kempes. „Þetta argentínska landslið hefur aðeins unnið einn heimsmeistaratitil, ekki tvo. Liðið okkar frá 1978 vann einn og liðið okkar frá 1986 vann einn. Ef þeir vinna næsta heimsmeistaramót, þá get ég sagt að þeir hafi alveg rétt fyrir sér. En þú verður að vinna tvo heimsmeistaratitla áður en þú ert talinn besta landsliðið,“ sagði Kempes. „Copa América? Já, það er frábært að vera meistarar, en Argentína tapaði tveimur úrslitaleikjum gegn Síle og heimurinn endaði ekki. Bara af því að Argentína vann tvo Copa América-titla í röð gerir þá ekki sjálfkrafa að þeim bestu af þeim bestu. Ef þeir vinna annan heimsmeistaratitil, þá tek ég ofan fyrir þeim,“ sagði Kempes. „Saga argentínsks fótbolta var skrifuð af okkur öllum, ekki bara þeim sem eru í síðasta kaflanum,“ sagði Kempes. View this post on Instagram A post shared by AZR (@azrorganization) Argentína HM 2026 í fótbolta Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Fleiri fréttir „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Sjá meira
Þær gerast ekki stærri knattspyrnuhetjurnar en Mario Kempes var í lok áttunda áratugarins. Kempes var nefnilega í aðalhlutverki og markakóngur heimsmeistarakeppninnar þegar Argentína varð heimsmeistari í fyrsta sinn árið 1978. Hann skoraði tvö af sex mörkum sínum í keppninni í úrslitaleiknum á móti Hollandi. Það virðist núna eitthvað pirra kappann hversu mikið er látið með heimsmeistaralið Argentínu frá því á síðasta HM í Katar 2022. Þar vann Lionel Messi langþráðan heimsmeistaratitil og argentínska þjóðin fór algjörlega á hliðina. „Það var Brasilía árið 1970, Holland, sem vann ekki neitt, en var eitt af bestu liðunum. Fótbolti byrjaði ekki þremur mánuðum fyrir HM í Katar. Hann hefur verið til í langan tíma og fólk þarf að virða söguna,“ sagði Mario Kempes. „Þetta argentínska landslið hefur aðeins unnið einn heimsmeistaratitil, ekki tvo. Liðið okkar frá 1978 vann einn og liðið okkar frá 1986 vann einn. Ef þeir vinna næsta heimsmeistaramót, þá get ég sagt að þeir hafi alveg rétt fyrir sér. En þú verður að vinna tvo heimsmeistaratitla áður en þú ert talinn besta landsliðið,“ sagði Kempes. „Copa América? Já, það er frábært að vera meistarar, en Argentína tapaði tveimur úrslitaleikjum gegn Síle og heimurinn endaði ekki. Bara af því að Argentína vann tvo Copa América-titla í röð gerir þá ekki sjálfkrafa að þeim bestu af þeim bestu. Ef þeir vinna annan heimsmeistaratitil, þá tek ég ofan fyrir þeim,“ sagði Kempes. „Saga argentínsks fótbolta var skrifuð af okkur öllum, ekki bara þeim sem eru í síðasta kaflanum,“ sagði Kempes. View this post on Instagram A post shared by AZR (@azrorganization)
Argentína HM 2026 í fótbolta Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Fleiri fréttir „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Sjá meira