Ef einhver vill horfa á klám þá getur hann nálgast klám Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. febrúar 2013 16:58 Ýmir segir stærstu hættuna vera þá hve mörg öfl vilji fá síur til þess að halda uppi ritskoðun. Nordica Photography "Ef einhver vill af ásettu ráði horfa á klám á netinu, þá mun viðkomandi nálgast klám á netinu. Engar tæknilegar lausnir á netinu geta stöðvað viðkomandi, burtséð frá því að slökkva hreinlega á netinu. En ef markmiðið er að koma í veg fyrir að einhver hópur fólks sjái klám óvart, til dæmis krakkar, þá eru til tæknilegar leiðir til að hjálpa til við slíkt," segir lektor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur falið Refsiréttarnefnd að vinna frumvarp til breytinga á almennum hegningarlögum með það að markmiði að þrengja og skýra skilgreiningu á klámi. Töluverð umræða hefur spunnist vegna fyrirhugaðs frumvarps sem er byggt á tillögu samráðshóps sem starfaði á vegum þriggja ráðuneyta. Tölvunarfræðingurinn Salvar Þór Sigurðarson ritaði grein í Fréttablaðið í morgun. Þar segir hann tal stjórnmálamanna byggt á vanþekkingu þeirra í tæknimálum. Ómögulegt sé að hafa eftirlit með efni sem sótt er á netinu á meðan leyfilegt sé að dulkóða netsamskipti. Þá þjónustu sé hægt að kaupa fyrir 500-1000 kr. á mánuði. Ýmir Vigfússon, lektor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík, tekur undir orð Salvars hvað dulkóðun varðar. „Þær Internetsíur sem yrðu notaðar til að fylgjast með neti landsmanna myndu líkjast því að settur yrði upp vegartálmi á Miklubrautinni, lýst inn í bílinn og athuga hvort einhverjar klámspólur lægju í baksætinu. En fólk getur hæglega sett þær í skottið eða tekið Bústaðarveginn ef það vill," segir Ýmir. Mismunandi hvað fólk kallar klámÖgmundur ræddi fyrirhugað frumvarp í sjónvarpsviðtali á Vísi 25. janúar Þar segir hann aðalmarkmiðið að þrengja og skýra skilgreininguna á orðinu klámi. Aðspurður hvað klám væri sagði Ögmundur: „Það er það sem Refsiréttarnefnd ætlar að skilgreina. Það sem við vitum er að það er bannað samkvæmt íslenskum lögum en skilgreiningar skortir. Verkið er að fá fróðari menn en mig til að svara spurningunni. Það geta þeir vonandi gert eftir nokkrar vikur."Í innsendri grein í Fréttablaðinu sagði Ögmundur hitt aðalatriðið vera að skipa starfshóp sem kortleggi „úrræði lögreglu til að framfylgja banni við klámi, einkum með hliðsjón af aðgengi barna að grófu og skaðlegu efni." „Umræðan virðist vera frekar breið um þetta efni enda er mismunandi hvað fólk kallar klám. Til eru prýðilegar síur sem fjölskyldur geta sett upp fyrir sína nettengingu, eins og t.d. þá sem SAFT sér um, Síminn og fleiri aðilar. Þær eru alls ekki fullkomar, en þær geta hjálpað til að fyrirbyggja að krakkar lendi á klámsíðum. Ef markmið Ögmundar er að útbúa síu fyrir alla landsmenn til að reyna að loka á hluti eins og það sem við köllum barnaklám, sem er að sjálfsögðu ólöglegt, þá eru til tæknilegar útfærslur sem reyna að gera slíkt. Hins vegar hafa slíkar lausnir verið reyndar áður með lélegum árangri," segir Ýmir. Gekk illa í Ástralíu„Yfirleitt er farin sú leið að setja upp lista yfir óæskilegar síður. Það er svona „whac-a-mole" aðferð. Þú lokar einhverri síðu og hún birtist einhvers staðar annars staðar."Nordicphotos/GettyÞar vísar Ýmir í tilraunir stjórnvalda í Ástralíu fyrir um áratug að nota síur til þess að loka á aðgang að óæskilegum síðum. Aðrir stjórnmálaflokkar hafi haft uppi hávær mótmæli en þjónustuaðilar internetsins hafi að fyrra bragði ákveðið að setja upp netsíu að tilmælum stjórnvalda. Ýmir segir rétt yfir 1000 vefsíður hafa verið á svörtum lista, sem var lekið í Wikileaks. Af þeim hafi um 500 innihaldið barnaklám en aðrar síður verið af öðrum toga. „Það er þannig að ef þú setur upp síu þá munu hlutir sleppa framhjá sem ættu að lenda í síunni. Svo fara vefsíður í síuna sem á ekkert að takmarka aðgang að. Það er eðli þess að vera með svona síu. Það er alltaf ófullkomið," segir Ýmir. Hann segir tölurnar tala sínu máli. Sex mismunandi síur hafi verið prófaðar í Ástralíu og hleyptu þær í gegnum sig 2-13% af því efni sem átti að sía. Svo lokuðu þær aðgangi að vefsíðum sem ekki var meiningin að loka aðgangi að. Ýmir segir síurnar hafa hægt mjög á internetinu í Ástralíur. Síurnar skiluðu sér í lækkun nethraða á bilinu 21-86% eftir því um hvaða síur ræddi, og aðeins ein var undir þeim 2% mörkum sem töldust ásættanleg. Því nákvæmari sem síurnar hafi verið því meira hafi hægst á netinu, og einnig öfugt. Árið 2006 lét svo samskiptaráðherra Ástralíu hafa eftirfarandi eftir sér: „Að notast við síur á internetinu mun aðeins skila sér í hægari netaðgangi fyrir alla Ástralíu og ófullnægjandi vörnum fyrir börn gagnvart óæskilegu og móðgandi efni." Ýmir segir stærstu hættuna vera þá hve mörg öfl vilji fá síur til þess að halda uppi ritskoðun, og segir: „Það er hættulegt að vera með lítinn hóp fólks sem getur ákveðið hvað ætti að ritskoða og hvað ekki." Tengdar fréttir Tal stjórnmálamanna byggt á vanþekkingu á tæknimálum "Eftirlit með netumferð er gagnslaust ef hver sem er getur auðveldlega dulkóðað alla sína netumferð. Það er álíka gáfulegt og að setja á fót tolleftirlit sem rýnir í alla pakka nema þá sem hafa verið innsiglaðir." 15. febrúar 2013 10:45 Innsiglað klám Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kynnti nýlega fyrir ríkisstjórn áform sín um að spyrna við dreifingu kláms á Íslandi. Þau snúast meðal annars um að kanna hvernig hægt sé að hefta aðgang að grófu klámefni á netinu. Þetta skal gert með tilliti til þess að klámnotkun hafi færst í aukana hér á landi og að hún geti haft bein áhrif á viðhorf ungs fólks til kynlífs og kynfrelsis. 15. febrúar 2013 06:00 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Fleiri fréttir Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Sjá meira
"Ef einhver vill af ásettu ráði horfa á klám á netinu, þá mun viðkomandi nálgast klám á netinu. Engar tæknilegar lausnir á netinu geta stöðvað viðkomandi, burtséð frá því að slökkva hreinlega á netinu. En ef markmiðið er að koma í veg fyrir að einhver hópur fólks sjái klám óvart, til dæmis krakkar, þá eru til tæknilegar leiðir til að hjálpa til við slíkt," segir lektor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur falið Refsiréttarnefnd að vinna frumvarp til breytinga á almennum hegningarlögum með það að markmiði að þrengja og skýra skilgreiningu á klámi. Töluverð umræða hefur spunnist vegna fyrirhugaðs frumvarps sem er byggt á tillögu samráðshóps sem starfaði á vegum þriggja ráðuneyta. Tölvunarfræðingurinn Salvar Þór Sigurðarson ritaði grein í Fréttablaðið í morgun. Þar segir hann tal stjórnmálamanna byggt á vanþekkingu þeirra í tæknimálum. Ómögulegt sé að hafa eftirlit með efni sem sótt er á netinu á meðan leyfilegt sé að dulkóða netsamskipti. Þá þjónustu sé hægt að kaupa fyrir 500-1000 kr. á mánuði. Ýmir Vigfússon, lektor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík, tekur undir orð Salvars hvað dulkóðun varðar. „Þær Internetsíur sem yrðu notaðar til að fylgjast með neti landsmanna myndu líkjast því að settur yrði upp vegartálmi á Miklubrautinni, lýst inn í bílinn og athuga hvort einhverjar klámspólur lægju í baksætinu. En fólk getur hæglega sett þær í skottið eða tekið Bústaðarveginn ef það vill," segir Ýmir. Mismunandi hvað fólk kallar klámÖgmundur ræddi fyrirhugað frumvarp í sjónvarpsviðtali á Vísi 25. janúar Þar segir hann aðalmarkmiðið að þrengja og skýra skilgreininguna á orðinu klámi. Aðspurður hvað klám væri sagði Ögmundur: „Það er það sem Refsiréttarnefnd ætlar að skilgreina. Það sem við vitum er að það er bannað samkvæmt íslenskum lögum en skilgreiningar skortir. Verkið er að fá fróðari menn en mig til að svara spurningunni. Það geta þeir vonandi gert eftir nokkrar vikur."Í innsendri grein í Fréttablaðinu sagði Ögmundur hitt aðalatriðið vera að skipa starfshóp sem kortleggi „úrræði lögreglu til að framfylgja banni við klámi, einkum með hliðsjón af aðgengi barna að grófu og skaðlegu efni." „Umræðan virðist vera frekar breið um þetta efni enda er mismunandi hvað fólk kallar klám. Til eru prýðilegar síur sem fjölskyldur geta sett upp fyrir sína nettengingu, eins og t.d. þá sem SAFT sér um, Síminn og fleiri aðilar. Þær eru alls ekki fullkomar, en þær geta hjálpað til að fyrirbyggja að krakkar lendi á klámsíðum. Ef markmið Ögmundar er að útbúa síu fyrir alla landsmenn til að reyna að loka á hluti eins og það sem við köllum barnaklám, sem er að sjálfsögðu ólöglegt, þá eru til tæknilegar útfærslur sem reyna að gera slíkt. Hins vegar hafa slíkar lausnir verið reyndar áður með lélegum árangri," segir Ýmir. Gekk illa í Ástralíu„Yfirleitt er farin sú leið að setja upp lista yfir óæskilegar síður. Það er svona „whac-a-mole" aðferð. Þú lokar einhverri síðu og hún birtist einhvers staðar annars staðar."Nordicphotos/GettyÞar vísar Ýmir í tilraunir stjórnvalda í Ástralíu fyrir um áratug að nota síur til þess að loka á aðgang að óæskilegum síðum. Aðrir stjórnmálaflokkar hafi haft uppi hávær mótmæli en þjónustuaðilar internetsins hafi að fyrra bragði ákveðið að setja upp netsíu að tilmælum stjórnvalda. Ýmir segir rétt yfir 1000 vefsíður hafa verið á svörtum lista, sem var lekið í Wikileaks. Af þeim hafi um 500 innihaldið barnaklám en aðrar síður verið af öðrum toga. „Það er þannig að ef þú setur upp síu þá munu hlutir sleppa framhjá sem ættu að lenda í síunni. Svo fara vefsíður í síuna sem á ekkert að takmarka aðgang að. Það er eðli þess að vera með svona síu. Það er alltaf ófullkomið," segir Ýmir. Hann segir tölurnar tala sínu máli. Sex mismunandi síur hafi verið prófaðar í Ástralíu og hleyptu þær í gegnum sig 2-13% af því efni sem átti að sía. Svo lokuðu þær aðgangi að vefsíðum sem ekki var meiningin að loka aðgangi að. Ýmir segir síurnar hafa hægt mjög á internetinu í Ástralíur. Síurnar skiluðu sér í lækkun nethraða á bilinu 21-86% eftir því um hvaða síur ræddi, og aðeins ein var undir þeim 2% mörkum sem töldust ásættanleg. Því nákvæmari sem síurnar hafi verið því meira hafi hægst á netinu, og einnig öfugt. Árið 2006 lét svo samskiptaráðherra Ástralíu hafa eftirfarandi eftir sér: „Að notast við síur á internetinu mun aðeins skila sér í hægari netaðgangi fyrir alla Ástralíu og ófullnægjandi vörnum fyrir börn gagnvart óæskilegu og móðgandi efni." Ýmir segir stærstu hættuna vera þá hve mörg öfl vilji fá síur til þess að halda uppi ritskoðun, og segir: „Það er hættulegt að vera með lítinn hóp fólks sem getur ákveðið hvað ætti að ritskoða og hvað ekki."
Tengdar fréttir Tal stjórnmálamanna byggt á vanþekkingu á tæknimálum "Eftirlit með netumferð er gagnslaust ef hver sem er getur auðveldlega dulkóðað alla sína netumferð. Það er álíka gáfulegt og að setja á fót tolleftirlit sem rýnir í alla pakka nema þá sem hafa verið innsiglaðir." 15. febrúar 2013 10:45 Innsiglað klám Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kynnti nýlega fyrir ríkisstjórn áform sín um að spyrna við dreifingu kláms á Íslandi. Þau snúast meðal annars um að kanna hvernig hægt sé að hefta aðgang að grófu klámefni á netinu. Þetta skal gert með tilliti til þess að klámnotkun hafi færst í aukana hér á landi og að hún geti haft bein áhrif á viðhorf ungs fólks til kynlífs og kynfrelsis. 15. febrúar 2013 06:00 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Fleiri fréttir Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Sjá meira
Tal stjórnmálamanna byggt á vanþekkingu á tæknimálum "Eftirlit með netumferð er gagnslaust ef hver sem er getur auðveldlega dulkóðað alla sína netumferð. Það er álíka gáfulegt og að setja á fót tolleftirlit sem rýnir í alla pakka nema þá sem hafa verið innsiglaðir." 15. febrúar 2013 10:45
Innsiglað klám Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kynnti nýlega fyrir ríkisstjórn áform sín um að spyrna við dreifingu kláms á Íslandi. Þau snúast meðal annars um að kanna hvernig hægt sé að hefta aðgang að grófu klámefni á netinu. Þetta skal gert með tilliti til þess að klámnotkun hafi færst í aukana hér á landi og að hún geti haft bein áhrif á viðhorf ungs fólks til kynlífs og kynfrelsis. 15. febrúar 2013 06:00