Innlent

Búið að sletta fyrsta skyrinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Skyr hreinsað af lóð Alþingis á öðrum tímanum í dag.
Skyr hreinsað af lóð Alþingis á öðrum tímanum í dag. Vísir/Anton Brink
Á tíunda þúsund manns hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli í dag klukkan 17 þar sem þess er krafist að gengið verði til kosninga strax. Lögregla reiknar með fullum Austurvelli og hefur hafist handa við að setja upp girðingar til að halda mótmælendum í hæfilegri fjarlægð frá Alþingishúsinu.

Starfsfólk Alþingis þurfti að taka til fyrir utan þinghúsið í dag þar sem skyri hafði verið slett á þinghúsið. Orðatiltækið „að sletta fyrsta skyrinu“ er vel þekkt en það er notað í háði um ásakanir annarra, til dæmis um þá sem tala eða láta sem þeir hafi ráð á einhverju eða geti leyft sér eitthvað að því er segir í útskýringu á Vísindavef Háskóla Íslands.

Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Austurvelli á öðrum tímanum í dag og fylgdist með undirbúningi lögreglu og hreinsunarstörfum.

Að neðan má sjá myndband frá hreinsunarstörfum við þinghúsið.

Vel viðrar í höfuðborginni í dag.Vísir/Anton Brink



Fleiri fréttir

Sjá meira


×