Enski boltinn

Sunderland tryggði sæti sitt í úrvalsdeildinni

Úr leik liðanna í kvöld.
Úr leik liðanna í kvöld. vísir/getty
Leikmenn Arsenal og Sunderland voru ekki á skotskónum í kvöld og leik liðanna lyktaði með markalausu jafntefli.

Arsenal fékk þó færin í leiknum en nýtti þau ekki. Punkturinn þó nokkuð sterkur fyrir Arsenal.

Hann svo gott sem gulltryggir þriðja sætið í deildinni. Liðið er þrem stigum á undan Man. Utd fyrir lokaumferðina og er með sjö mörk í plús. Það þarf því mikið að gerast í lokaumferðinni svo Arsenal missi þriðja sætið.

Stigið var þó enn sterkara fyrir Sunderland því það tryggir úrvalsdeildarsætið hjá liðinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×