Skoða hefði átt að loka Ísaksskóla og senda nemendur í aðra skóla 25. ágúst 2011 12:07 Sóley Tómasdóttir Borgarfulltrúi Vinstri grænna furðar sig á að borgin geti reitt fram rúmar 180 milljónir króna til að kaupa Ísaksskóla á sama tíma og hart er skorið í skólakerfinu. Hún telur að skoða hefði átt gaumgæfilega að loka skólanum og tryggja nemendum vist í öðrum skólum. Sýslumaðurinn í Reykjavík auglýsti nauðungaruppboð á Ísaksskóla við Bólstaðarhlíð í mars árið 2009, vegna skulda við Reykjavíkurborg, að því er fram kom á Eyjunni á sínum tíma. Er því ljóst að skólinn hefur um nokkurt skeið átt í fjárhagskröggum. Borgarráð ákvað í síðustu viku að koma honum til bjargar með því að kaupa húsnæði skólans og leigja það síðan áfram til þessa einkarekna barnaskóla sem hefur nú starfað óslitið í 85 ár. Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, gagnrýnir kaupin. „Fyrst og fremst vegna þess að fjárhagur borgarinnar eru mjög þröngur og skólarnir hafa þurft að ganga í gegnum harðar hagræðingaraðgerðir,“ segir Sóley og furðar sig á því borgin geti reitt fram 180 milljónir til að kaupa húsnæðið. Hún segir að áætlaður sparnaður af hagræðingu í skólakerfinu í Reykjavík og umdeildum sameiningum skóla sé talinn um 150 milljónir króna - eða minni heldur en borgin ætlar að leggja út fyrir húsnæði Ísaksskóla. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs telur í Fréttablaðinu í morgun eðlilegra samhengi hlutanna vera að nýr skóli kosti Reykjavíkurborg allt að tvo milljarða króna. Greiðslan fyrir Ísaksskóla sé svipuð og ársleiga slíkra skóla. Það sé því ekki hátt kaupverð. Sóley telur þetta ekki eðlilegan samanburð. „Nei, það hefur ekki staðið til að byggja nýjan skóla enda eru flestir skólarnir vel rúmir í Reykjavík,“ segir Sóley. En hefði Sóley kosið að Ísaksskóla hefði verið lokað og nemendum hans boðin vist í sínum hverfisskólum? „Ég held að það hefði þurft að skoða það mjög gaumgæfilega.“ Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira
Borgarfulltrúi Vinstri grænna furðar sig á að borgin geti reitt fram rúmar 180 milljónir króna til að kaupa Ísaksskóla á sama tíma og hart er skorið í skólakerfinu. Hún telur að skoða hefði átt gaumgæfilega að loka skólanum og tryggja nemendum vist í öðrum skólum. Sýslumaðurinn í Reykjavík auglýsti nauðungaruppboð á Ísaksskóla við Bólstaðarhlíð í mars árið 2009, vegna skulda við Reykjavíkurborg, að því er fram kom á Eyjunni á sínum tíma. Er því ljóst að skólinn hefur um nokkurt skeið átt í fjárhagskröggum. Borgarráð ákvað í síðustu viku að koma honum til bjargar með því að kaupa húsnæði skólans og leigja það síðan áfram til þessa einkarekna barnaskóla sem hefur nú starfað óslitið í 85 ár. Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, gagnrýnir kaupin. „Fyrst og fremst vegna þess að fjárhagur borgarinnar eru mjög þröngur og skólarnir hafa þurft að ganga í gegnum harðar hagræðingaraðgerðir,“ segir Sóley og furðar sig á því borgin geti reitt fram 180 milljónir til að kaupa húsnæðið. Hún segir að áætlaður sparnaður af hagræðingu í skólakerfinu í Reykjavík og umdeildum sameiningum skóla sé talinn um 150 milljónir króna - eða minni heldur en borgin ætlar að leggja út fyrir húsnæði Ísaksskóla. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs telur í Fréttablaðinu í morgun eðlilegra samhengi hlutanna vera að nýr skóli kosti Reykjavíkurborg allt að tvo milljarða króna. Greiðslan fyrir Ísaksskóla sé svipuð og ársleiga slíkra skóla. Það sé því ekki hátt kaupverð. Sóley telur þetta ekki eðlilegan samanburð. „Nei, það hefur ekki staðið til að byggja nýjan skóla enda eru flestir skólarnir vel rúmir í Reykjavík,“ segir Sóley. En hefði Sóley kosið að Ísaksskóla hefði verið lokað og nemendum hans boðin vist í sínum hverfisskólum? „Ég held að það hefði þurft að skoða það mjög gaumgæfilega.“
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira