Lloyd Webber veðjar á íslenska lagið 9. maí 2009 08:45 Fagnaðarfundir Þau Chris Neil, Óskar Páll og Tinatin Japaridze voru glöð þegar þau hittust eftir fimm ára fjarveru. Öll eru þau sameinuð í þeirri trú að Jóhanna Guðrún eigi eftir að slá í gegn á stóra sviðinu í Moskvu á þriðjudagskvöldinu.fréttablaðið/Alma Höfundar íslenska Eurovision-lagsins hafa ekki hist síðan þeir sömdu Is it true? í London 2004. Nú, fimm árum seinna, eru þeir sameinaðir í þeirri trú að lagið eigi eftir að vinna hug og hjörtu Evrópubúa. „Við ræddum þetta akkúrat í gær, hvað þetta væri í raun fáránlegt. Að fimm árum eftir að við sömdum lagið og þau gengu út úr upptökuverinu mínu í London værum við saman komin á Eurovision í Moskvu,“ segir Óskar Páll Sveinsson. Lagahöfundarnir þrír, Óskar, Chris Neil og Tinatin Japaridze, hittust í fyrsta skipti í gær síðan Is it true? varð til. Tinatin var þá ung og efnileg söngkona og þeir Chris Neil og Óskar Páll voru að taka upp plötu með henni. Óskar segir þetta hafa verið mikla fagnaðarfundi enda hafi Chris verið feikilega ánægður með nýju útsetninguna. „Hann var ákaflega hrifinn, fannst Jóhanna alveg frábær og hafði meira að segja á orði hvað bakraddirnar voru góðar og þéttar.“ Að sögn Óskars eru þau bæði ákaflega spennt fyrir útkomunni en óhætt er að fullyrða að Jóhanna Guðrún sé að gera góða hluti í Rússlandi. „Á æfingunni á miðvikudagskvöldið var salurinn hljóður eftir hvert og eitt lag en svo kom Jóhanna Guðrún og þá stóð salurinn upp og klappaði henni lof í lófa,“ segir Óskar stoltur og bætir því við að blaðamaður einnar stærstu Eurovision-vefsíðunnar, esctoday.com, hafi hnippt í hann og lýst því yfir, svona þeirra á milli, að flutningur íslensku söngkonunnar hafi verið stórkostlegur. Blaðamaðurinn er ekki sá eini sem hefur hrifist af lagi og söng Jóhönnu. Því einn besti vinur Chris Neil er Sir Andrew Lloyd Webber, söngleikjakóngur með meiru. „Hann er víst mjög fúll út í Chris um þessar mundir, er ekki sáttur við að þurfa keppa við svona gott lag, honum finnst íslenska lagið vera aðalkeppinauturinn sinn,“ segir Óskar, ekki amalegt hrós frá manni sem verður að teljast ein stærsta stjarna keppninnar í ár. Ekki er útilokað að íslenski hópurinn fái að hitta Andrew Lloyd því hann langar mikið að snæða kvöldverð með Íslendingunum í næstu viku. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Tónlist Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
Höfundar íslenska Eurovision-lagsins hafa ekki hist síðan þeir sömdu Is it true? í London 2004. Nú, fimm árum seinna, eru þeir sameinaðir í þeirri trú að lagið eigi eftir að vinna hug og hjörtu Evrópubúa. „Við ræddum þetta akkúrat í gær, hvað þetta væri í raun fáránlegt. Að fimm árum eftir að við sömdum lagið og þau gengu út úr upptökuverinu mínu í London værum við saman komin á Eurovision í Moskvu,“ segir Óskar Páll Sveinsson. Lagahöfundarnir þrír, Óskar, Chris Neil og Tinatin Japaridze, hittust í fyrsta skipti í gær síðan Is it true? varð til. Tinatin var þá ung og efnileg söngkona og þeir Chris Neil og Óskar Páll voru að taka upp plötu með henni. Óskar segir þetta hafa verið mikla fagnaðarfundi enda hafi Chris verið feikilega ánægður með nýju útsetninguna. „Hann var ákaflega hrifinn, fannst Jóhanna alveg frábær og hafði meira að segja á orði hvað bakraddirnar voru góðar og þéttar.“ Að sögn Óskars eru þau bæði ákaflega spennt fyrir útkomunni en óhætt er að fullyrða að Jóhanna Guðrún sé að gera góða hluti í Rússlandi. „Á æfingunni á miðvikudagskvöldið var salurinn hljóður eftir hvert og eitt lag en svo kom Jóhanna Guðrún og þá stóð salurinn upp og klappaði henni lof í lófa,“ segir Óskar stoltur og bætir því við að blaðamaður einnar stærstu Eurovision-vefsíðunnar, esctoday.com, hafi hnippt í hann og lýst því yfir, svona þeirra á milli, að flutningur íslensku söngkonunnar hafi verið stórkostlegur. Blaðamaðurinn er ekki sá eini sem hefur hrifist af lagi og söng Jóhönnu. Því einn besti vinur Chris Neil er Sir Andrew Lloyd Webber, söngleikjakóngur með meiru. „Hann er víst mjög fúll út í Chris um þessar mundir, er ekki sáttur við að þurfa keppa við svona gott lag, honum finnst íslenska lagið vera aðalkeppinauturinn sinn,“ segir Óskar, ekki amalegt hrós frá manni sem verður að teljast ein stærsta stjarna keppninnar í ár. Ekki er útilokað að íslenski hópurinn fái að hitta Andrew Lloyd því hann langar mikið að snæða kvöldverð með Íslendingunum í næstu viku. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Tónlist Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira