Samtökin Blátt áfram hafa gefið öllum leikskólum í Reykjavík bókina "Þetta eru mínir einkastaðir. " Bókin er ætluð til forvarnar gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum og er ætluð til lestrar með börnunum. Sigríður Björnsdóttir fulltrúi samtakanna afhenti Leikskólaráði eintak af bókinni í dag.
Í bókun ráðsins segir að allir leikskólar séu hvattir til að fjalla sérstaklega um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og hafa alltaf handbært fræðsluefni. Þá felur ráðið Leikskólasviði að fylgja bókinni eftir meðal annars meðal leikskólastjóra.