Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Arsenal, silfurlið ensku úrvalsdeildar karla í fótbolta, er við það að festa kaup á Martin Zubimendi, samherja Orra Steins Óskarssonar hjá Real Sociedad. Um er að ræða annan miðjumanninn sem Arsenal kaupir frá Sociedad á tveimur árum. Enski boltinn 28.5.2025 17:16
Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum Markahæsti leikmaður í sögu Arsenal, Thierry Henry, segir að liðið hafi ekki staðið undir væntingum undanfarin þrjú ár. Enski boltinn 28.5.2025 16:31
United niðurlægt í Malasíu Manchester United tapaði 1-0 fyrir úrvalsliði Suðaustur-Asíu í æfingaleik í Kuala Lumpur síðdegis. Næst tekur við leikur í Hong Kong. Enski boltinn 28.5.2025 15:47
Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Með 4-1 tapinu á heimavelli gegn Brighton í gær setti Tottenham met yfir flest töp án þess að það kosti fall, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Það er ástæðan fyrir því að óvissa ríkir um framtí Ange Postecoglou, þrátt fyrir Evrópudeildarmeistaratitil og sæti í Meistaradeildinni. Enski boltinn 26.5.2025 17:15
Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Ensku meistararnir í Liverpool eru staðráðnir í að landa Þjóðverjanum Florian Wirtz og gera hann um leið að dýrasta leikmanni í sögu félagsins. Enski boltinn 26.5.2025 15:46
Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Það verður mikið um dýrðir í Liverpoolborg í dag þegar að leikmenn og þjálfarateymi Englandsmeistara Liverpool ferðast um borgina á opinni rútu og fagna Englandsmeistaratitlinum með stuðningsmönnum sínum. Enski boltinn 26.5.2025 12:45
Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Manchester United hefur náð munnlegu samkomulagi við Wolves og Matheus Cunha um að þessi brasilíski sóknarmaður verði leikmaður United næstu fimm árin. Enski boltinn 26.5.2025 09:00
Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta fór fram í dag. Mikil barátta var um þrjú laus sæti í Meistaradeild Evrópu. Enski boltinn 25.5.2025 14:30
Garnacho ekki í hóp Alejandro Garnacho er ekki í leikmannahópi Manchester United sem tekur á móti Aston Villa í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Hann gæti verið á förum frá félaginu. Enski boltinn 25.5.2025 14:00
Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, ætlar að biðja stuðningsmenn liðsins afsökunar eftir lokaleik þess í ensku úrvalsdeildinni í dag. Enski boltinn 25.5.2025 11:49
Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Tom Watson skoraði sigurmark Sunderland gegn Sheffield United í uppbótartíma í úrslitaleik umspils um sæti í ensku úrvalsdeildinni á Wembley í dag. Enski boltinn 24.5.2025 16:15
Salah bestur og Gravenberch besti ungi Mohamed Salah var valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar og samherji hans hjá Liverpool, Ryan Gravenberch, besti ungi leikmaðurinn. Enski boltinn 24.5.2025 13:58
Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gary Neville, sparkspekingur á Sky Sports, segir að Nottingham Forest hafi meinað sér að mæta á leik liðsins gegn Chelsea á City Ground í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn. Enski boltinn 24.5.2025 11:00
Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Liam Delap virtist ákveðinn í að fara til Manchester United í sumar, það var áður en Rauðu djöflarnir töpuðu fyrir Tottenham Hotspur í úrslitum Evrópudeildar karla í knattspyrnu. Nú eru Chelsea og Newcastle United einnig í myndinni hjá þessum 22 ára gamla framherja. Enski boltinn 23.5.2025 18:02
Klopp snýr aftur á Anfield Jurgen Klopp, fyrrverandi þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, verður á meðal áhorfenda á Anfield þegar að Liverpool tekur á móti Crystal Palace í lokaumferð deildarinnar á sunnudaginn. Enski boltinn 23.5.2025 15:17
Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Starfsfólk hjá Manchester United kemst að því í dag hvort það haldi starfi sínu hjá félaginu eftir tap liðsins í úrslitaleik Evrópudeildarinnar fyrir Tottenham á miðvikudagskvöld. Félagið verður af miklum fjárhæðum vegna tapsins og ljóst að fjölda fólks verður sagt upp í dag. Enski boltinn 23.5.2025 14:32
Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Brandon Williams hefur nú hlotið fjórtán mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir glæfraakstur sinn í ágúst 2023, þegar hann var leikmaður Manchester United. Enski boltinn 23.5.2025 13:44
Var ekki nógu ánægður með Trent Arne Slot, þjálfari Englandsmeistara Liverpool, hefur greint frá því að hann hafi ekki verið nógu ánægður með framlag Trent Alexander Arnold á æfingum liðsins í upphafi tímabils. Trent er á leið til Real Madrid á frjálsri sölu eftir tímabilið. Enski boltinn 23.5.2025 12:02
Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Thomas Tuchel, landsliðsþjálfari Englands í fótbolta, segist vilja sjá með berum augum hvernig Ivan Toney komi út í enska hópnum. Toney er nú valinn í fyrsta sinn síðan hann gekk í raðir sádi-arabíska liðsins Al-Ahli frá Brentford síðasta sumar. Enski boltinn 23.5.2025 09:45
Starf Amorims öruggt Þrátt fyrir að Manchester United hafi átt afleitt tímabil er starf knattspyrnustjórans Rubens Amorim ekki í hættu. Enski boltinn 23.5.2025 08:01
Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Leikmenn AFC Whyteleafe fögnuðu heldur óhefðbundnum meistaratitli í utandeild á Englandi þar sem liðið hafnaði í þriðja sæti. Enski boltinn 23.5.2025 07:03
Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Bruno Fernandes segir að hann muni yfirgefa Manchester United ef félagið vill græða pening á því að selja hann. Enski boltinn 22.5.2025 09:01
Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Stuðningsmenn annarra liða en Manchester United og Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni vonast hvað flestir eftir sigri þeirra síðarnefndu í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í fótbolta í kvöld. Enski boltinn 21.5.2025 13:02
Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Everton hefur fordæmt netníð sem eiginkona Dominic Calvert-Lewin, framherja liðsins, varð fyrir. Enski boltinn 21.5.2025 10:31