Vísir

Mest lesið á Vísi

Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Tuttugu og fimm metra djúp hola sem nær niður í grunnvatn kom í ljós við viðgerðir í Grindavík í dag, viðbragðsaðilum að óvörum. Slökkviliðsstjórinn segir að sprungan gegnum bæinn sé enn á hreyfingu. Líf er þó að færast í Grindavík á ný; veitingastaður var opnaður í dag í fyrsta sinn frá rýmingu og fjölmenni var í mat.

Innlent



Fréttamynd

Tug­milljarða til­færsla líf­eyris­réttinda milli kyn­slóða dæmd ó­lög­leg

Fordæmalausar breytingar um síðustu áramót á samþykktum lífeyrissjóða um tilfærslu lífeyrisréttinda milli kynslóða sjóðsfélaga, sem var staðfest af fjármálaráðuneytinu þrátt fyrir neikvæða umsögn fjármálaeftirlits Seðlabankans, hafa núna verið dæmdar ólöglegar samkvæmt niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. Fjármálaeftirlitið hafði varað við því að ekki væri lagaheimild fyrir skerðingu réttinda hjá sjóðum sem búa við góðan fjárhag og tryggingastærðfræðingur gagnrýndi ráðstöfunina harðlega og sagði þær brjóta „gróflega á eignarrétti yngri sjóðsfélaga.“

Innherji

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.