14 ára samdi hvatningarlag fyrir afa 1. júlí 2010 10:15 Hilmar Tryggvi Finnsson samdi lag til afa síns sem lamaðist frá hálsi og niður. Hilmar Tryggvi Finnsson var einungis 14 ára gamall þegar hann samdi lag til afa síns sem ber nafnið The Day og er aðallag söfnunar til styrktar Mænuskaðastofnunar. Tryggvi Ingólfsson, afi Hilmars, datt af hestbaki fyrir fjórum árum og lamaðist frá hálsi og niður. Hilmar samdi lagið sama dag og hann fékk fréttirnar af slysi afa síns, en þeir eru mjög nánir. „Ég hafði aldrei samið lag áður en hef alltaf verið mikið að leika mér með hljóðfæri. Ég veit eiginlega ekki hvað gerðist en ég bara settist niður með gítarinn og lagið varð til. Var eiginlega ekkert að hugsa en ég skrifaði bara allt sem mér datt í hug," segir Hilmar og viðurkennir að það hafi verið miklar tilfinningar í gangi á þessum tíma. „Ég var með orð læknanna, um hversu miklar líkur voru á að hann myndi lifa af og hvernig lífi hann myndi lifa, í höfðinu. Ég er að biðja um að hann fái að halda sínu lífi og njóta þess sem koma skal í laginu." Hilmar er í hljómsveitinni Porterhouse með föður sínum, Finni Bjarka Tryggvasyni, og Þorbjörgu, systur hans. Þau munu gefa út diskinn Spinal Chords í tengslum við söfnunina en það er Eurovision-lagahöfundurinn Örlygur Smári sem sá um upptökur á plötunni. Útgáfufagnaður og myndlistarsýning verða í Gallerý Ormi á Hvolsvelli kl. 16.00 laugardaginn 3. júlí. „Ég hef ekki enn þá sungið lagið fyrir afa og fær hann að heyra það á laugardaginn í fyrsta sinn. Ég hlakka til að sjá viðbrögðin," segir Hilmar og viðurkennir að hann sé smá stressaður fyrir stóru stundinni. Til að styrkja söfnunina er hægt að hringja í númerið 908 7070 og þá renna 3.000 krónur af símareikningi beint til Mænuskaðastofnunar og plata sveitarinnar með laginu, The Day, verður send heim til viðkomandi. - áp Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Sjá meira
Hilmar Tryggvi Finnsson var einungis 14 ára gamall þegar hann samdi lag til afa síns sem ber nafnið The Day og er aðallag söfnunar til styrktar Mænuskaðastofnunar. Tryggvi Ingólfsson, afi Hilmars, datt af hestbaki fyrir fjórum árum og lamaðist frá hálsi og niður. Hilmar samdi lagið sama dag og hann fékk fréttirnar af slysi afa síns, en þeir eru mjög nánir. „Ég hafði aldrei samið lag áður en hef alltaf verið mikið að leika mér með hljóðfæri. Ég veit eiginlega ekki hvað gerðist en ég bara settist niður með gítarinn og lagið varð til. Var eiginlega ekkert að hugsa en ég skrifaði bara allt sem mér datt í hug," segir Hilmar og viðurkennir að það hafi verið miklar tilfinningar í gangi á þessum tíma. „Ég var með orð læknanna, um hversu miklar líkur voru á að hann myndi lifa af og hvernig lífi hann myndi lifa, í höfðinu. Ég er að biðja um að hann fái að halda sínu lífi og njóta þess sem koma skal í laginu." Hilmar er í hljómsveitinni Porterhouse með föður sínum, Finni Bjarka Tryggvasyni, og Þorbjörgu, systur hans. Þau munu gefa út diskinn Spinal Chords í tengslum við söfnunina en það er Eurovision-lagahöfundurinn Örlygur Smári sem sá um upptökur á plötunni. Útgáfufagnaður og myndlistarsýning verða í Gallerý Ormi á Hvolsvelli kl. 16.00 laugardaginn 3. júlí. „Ég hef ekki enn þá sungið lagið fyrir afa og fær hann að heyra það á laugardaginn í fyrsta sinn. Ég hlakka til að sjá viðbrögðin," segir Hilmar og viðurkennir að hann sé smá stressaður fyrir stóru stundinni. Til að styrkja söfnunina er hægt að hringja í númerið 908 7070 og þá renna 3.000 krónur af símareikningi beint til Mænuskaðastofnunar og plata sveitarinnar með laginu, The Day, verður send heim til viðkomandi. - áp
Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Sjá meira