14 ára samdi hvatningarlag fyrir afa 1. júlí 2010 10:15 Hilmar Tryggvi Finnsson samdi lag til afa síns sem lamaðist frá hálsi og niður. Hilmar Tryggvi Finnsson var einungis 14 ára gamall þegar hann samdi lag til afa síns sem ber nafnið The Day og er aðallag söfnunar til styrktar Mænuskaðastofnunar. Tryggvi Ingólfsson, afi Hilmars, datt af hestbaki fyrir fjórum árum og lamaðist frá hálsi og niður. Hilmar samdi lagið sama dag og hann fékk fréttirnar af slysi afa síns, en þeir eru mjög nánir. „Ég hafði aldrei samið lag áður en hef alltaf verið mikið að leika mér með hljóðfæri. Ég veit eiginlega ekki hvað gerðist en ég bara settist niður með gítarinn og lagið varð til. Var eiginlega ekkert að hugsa en ég skrifaði bara allt sem mér datt í hug," segir Hilmar og viðurkennir að það hafi verið miklar tilfinningar í gangi á þessum tíma. „Ég var með orð læknanna, um hversu miklar líkur voru á að hann myndi lifa af og hvernig lífi hann myndi lifa, í höfðinu. Ég er að biðja um að hann fái að halda sínu lífi og njóta þess sem koma skal í laginu." Hilmar er í hljómsveitinni Porterhouse með föður sínum, Finni Bjarka Tryggvasyni, og Þorbjörgu, systur hans. Þau munu gefa út diskinn Spinal Chords í tengslum við söfnunina en það er Eurovision-lagahöfundurinn Örlygur Smári sem sá um upptökur á plötunni. Útgáfufagnaður og myndlistarsýning verða í Gallerý Ormi á Hvolsvelli kl. 16.00 laugardaginn 3. júlí. „Ég hef ekki enn þá sungið lagið fyrir afa og fær hann að heyra það á laugardaginn í fyrsta sinn. Ég hlakka til að sjá viðbrögðin," segir Hilmar og viðurkennir að hann sé smá stressaður fyrir stóru stundinni. Til að styrkja söfnunina er hægt að hringja í númerið 908 7070 og þá renna 3.000 krónur af símareikningi beint til Mænuskaðastofnunar og plata sveitarinnar með laginu, The Day, verður send heim til viðkomandi. - áp Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Clooney orðinn franskur Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Hilmar Tryggvi Finnsson var einungis 14 ára gamall þegar hann samdi lag til afa síns sem ber nafnið The Day og er aðallag söfnunar til styrktar Mænuskaðastofnunar. Tryggvi Ingólfsson, afi Hilmars, datt af hestbaki fyrir fjórum árum og lamaðist frá hálsi og niður. Hilmar samdi lagið sama dag og hann fékk fréttirnar af slysi afa síns, en þeir eru mjög nánir. „Ég hafði aldrei samið lag áður en hef alltaf verið mikið að leika mér með hljóðfæri. Ég veit eiginlega ekki hvað gerðist en ég bara settist niður með gítarinn og lagið varð til. Var eiginlega ekkert að hugsa en ég skrifaði bara allt sem mér datt í hug," segir Hilmar og viðurkennir að það hafi verið miklar tilfinningar í gangi á þessum tíma. „Ég var með orð læknanna, um hversu miklar líkur voru á að hann myndi lifa af og hvernig lífi hann myndi lifa, í höfðinu. Ég er að biðja um að hann fái að halda sínu lífi og njóta þess sem koma skal í laginu." Hilmar er í hljómsveitinni Porterhouse með föður sínum, Finni Bjarka Tryggvasyni, og Þorbjörgu, systur hans. Þau munu gefa út diskinn Spinal Chords í tengslum við söfnunina en það er Eurovision-lagahöfundurinn Örlygur Smári sem sá um upptökur á plötunni. Útgáfufagnaður og myndlistarsýning verða í Gallerý Ormi á Hvolsvelli kl. 16.00 laugardaginn 3. júlí. „Ég hef ekki enn þá sungið lagið fyrir afa og fær hann að heyra það á laugardaginn í fyrsta sinn. Ég hlakka til að sjá viðbrögðin," segir Hilmar og viðurkennir að hann sé smá stressaður fyrir stóru stundinni. Til að styrkja söfnunina er hægt að hringja í númerið 908 7070 og þá renna 3.000 krónur af símareikningi beint til Mænuskaðastofnunar og plata sveitarinnar með laginu, The Day, verður send heim til viðkomandi. - áp
Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Clooney orðinn franskur Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein