Sýn

Fréttamynd

Ása Ninna kveður Bylgjuna

Fjölmiðlakonan Ása Ninna Pétursdóttir mun láta af störfum á Bylgjunni. Hún hefur unnið við dagskrárgerð á útvarpsstöðinni síðustu þrjú ár og stjórnað þættinum Bakaríinu á laugardagsmorgnum, en einnig í öðrum þáttum á Bylgjunni.

Lífið
Fréttamynd

Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur

Enski boltinn snýr aftur á miðla Sýnar í í næsta mánuði, en Sýn sport hefur tryggt sér sýningarréttinn frá keppnistímabilinu 2025/26 til 2027/28. Boðið er upp á nokkrar áskriftarleiðir sem innihalda enska boltann og sú ódýrasta hljóðar upp á 11.990 krónur á mánuði.

Neytendur
Fréttamynd

Bjössi í Mínus er ný rödd Sýnar

Leikarinn Björn Stefánsson er ný rödd Sýnar. Hann mun því tala fyrir vörumerkið í auglýsingum, dagskrártilkynningum og símasvara fyrirtækisins. Hann tekur við hlutverkinu af sjálfum Björgvini Halldórssyni og því feta í ansi stór fótspor.

Lífið
Fréttamynd

Logi for­dæmir um­mæli Jóns Gnarr um Vísi

Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokki gekk á Loga Einarsson menningarráðherra á þinginu fyrr í dag varðandi styrki til frjálsra fjölmiðla. Þá spurði hún hann út í nýlega færslu þingmannsins Jóns Gnarr á Facebook en Logi vildi fordæma allan skæting í garð fjölmiðla – vill meina að um þá eigi að tala af ábyrgð.

Innlent
Fréttamynd

Hætta fram­leiðslu innan­húss og segja upp fólki

Stöð 2 mun hætta innanhússframleiðslu á innlendu sjónvarpsefni og einbeita sér fyrst og fremst að samstarfi við framleiðslufyrirtæki. Þetta staðfestir Kristjana Thors Brynjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Miðla og efnisveitna hjá Sýn. Vinsælir þættir hverfi ekki af dagskrá heldur færist vinnsla þeirra til framleiðslufyrirtækja.

Innlent
Fréttamynd

Vogunar­sjóðurinn Al­gildi selur allar hluta­bréfastöður og hættir starf­semi

Eftir afar krefjandi aðstæður á innlendum hlutabréfamarkaði nánast samfellt undanfarin þrjú ár hefur vogunarsjóðurinn Algildi, sem fjárfestir einkum í hlutabréfum, losað um allar skráðar verðbréfastöður sínar og tilkynnt sjóðsfélögum að hann sé hættur starfsemi. Algildi var um tíma á meðal umsvifameiri vogunarsjóða á markaði en hefur minnkað mikið að stærð á allra síðustu árum samtímis umtalsverði gengislækkun.

Innherji
Fréttamynd

Kaupin í Sýn gætu verið „öfug leið“ að skráningu verslunar­fé­laga í eigu SKEL

Markmiðið með kaupum SKEL á ríflega tíu prósenta hlut í Sýn gæti verið undanfari þess að vilja láta reyna á samrunaviðræður við Samkaup/Heimkaup og þannig fara öfuga leið að boðaðri skráningu verslunarsamsteypunnar á hlutabréfamarkað, að mati hlutabréfagreinanda. Kaupin hjá SKEL voru gerð aðeins örfáum dögum fyrir aðalfund Sýnar en sennilegt er talið að stjórnendur fjárfestingafélagsins muni fara fram á að boðað verði til nýs hluthafafundar í því skyni að tilnefna fulltrúa sinn í stjórn fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækisins.

Innherji
Fréttamynd

Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn

Skel fjárfestingarfélag hefur keypt um tíu prósenta hlut í Sýn fyrir rúmlega hálfan milljarð króna. Stærstu eigendur Skeljar seldu forvera Sýnar fjölmiðlahluta félagsins á sínum tíma og stjórnarformaðurinn, Jón Ásgeir Jóhannesson, hefur talsverða reynslu af fjölmiðlarekstri.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Heið­rún Lind í stjórn Sýnar

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, verður sjálfkjörin í stjórn Sýnar á aðalfundi félagsins komandi föstudag. Fimm framboð bárust um fimm laus stjórnarsæti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rikki G skilar lyklunum að FM957

Fjölmiðlamaðurinn Ríkharð Óskar Guðnason, betur þekktur sem Rikki G, hefur sagt upp störfum sem dagskrárstjóri útvarpsstöðvarinnar FM957. Hann mun þó áfram vera hluti af morgunþættinum Brennslunni, en í öðru sæti. Egill Ploder hefur tekið við starfi hans.

Lífið
Fréttamynd

Af­koma ársins undir væntingum

Rekstrarhagnaður samstæðu Sýnar nam 739 milljónum króna árið 2024 samanborið við 3.544 milljónir króna árið 2023. Tap eftir skatta fyrir virðirýrnun nam 357 milljónum samanborið við 2.109 króna hagnað í fyrra.

Viðskipti innlent