Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar 20. desember 2025 13:33 Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólamálaráðherra, hefur nú kynnt aðgerðaáætlun sem miðar að því að jafna samkeppnisstöðu á fjölmiðlamarkaði. Það er fagnaðarefni að stigið sé fast til jarðar í þessum efnum, enda hafa fáir ráðherrar sýnt það hugrekki sem þarf til að endurskoða raunverulegt hlutverk ríkismiðla á nútímamarkaði. Þótt margt í áætluninni sé af hinu góða, er tilefni til að staldra við afnám kvaða sem snúa að fjölda útvarpsstöðva sem Ríkisútvarpið starfrækir. Til þessa hefur stofnunin verið skuldbundin með lögum rekstri tveggja útvarpsstöðva en ráðherra hefur nú lagt til að sú kvöð verði fjarlægð úr lögum. Í aðgerðaráætluninni kemur fram að það verði starfssvið stjórnar RÚV að taka slíkar ákvarðanir um umfang starfseminnar. Í því ljósi skýtur skökku við að Stefán Eiríksson hefur nú þegar stigið fram og sagt að ekki standi til að leggja Rás 2 niður. Var sú yfirlýsing gefin skv. umboði stjórnar? Í árdaga átti Rás 1 að sinna hefðbundnu menningarhlutverki en Rás 2 afþreyingu og samtímamenningu. Þetta fyrirkomulag var talið nauðsynlegt til að uppfylla almannaþjónustuhlutverk ríkisfjölmiðilsins. Rás 2 gegndi þannig á sínum tíma lykilhlutverki sem menningar- og öryggismiðill til hliðar við Rás 1, en sú tíð er liðin. Í dag eru tækifæri ríkisins til hagræðingar veruleg; með því að selja Rás 2 eða leggja hana niður og færa menningarlegt hlutverk hennar yfir á Rás 1, mætti spara almannafé án þess að skerða þjónustu verulega. Öryggishlutverkið er í góðum höndum. Gjarnan er vísað til öryggishlutverks Rásar 2, en einkareknar stöðvar á borð við Bylgjuna eru fullfærar um að axla þá ábyrgð í samstarfi við stjórnvöld. Reynslan sýnir að Bylgjan hefur brugðist hraðar við en ríkismiðlarnir í neyðartilfellum, líkt og sást þegar eldgos hófst á Reykjanesi fyrir tveimur árum. Þá var Bylgjan um 20 mínútum á undan ríkismiðlum með sérstaka upplýsingagjöf til almennings. Samkvæmt fjölmiðlalögum hvílir skylda til að miðla tilkynningum frá almannavörnum á öllum fjölmiðlaveitum, ekki aðeins Ríkisútvarpinu. Lagalegur grundvöllur er til staðar fyrir því að einkaaðilar sinni öryggishlutverkinu. Markaðshlutdeild endurspeglar þarfir hlustenda. Áhyggjur af því að menningarlegt hlutverk Rásar 2 glatist eiga ekki við rök að styðjast. Einkareknir miðlar sinna nú þegar dagsdaglegri menningarmiðlun og fréttaflutningi af miklum metnaði. Vinsældirnar tala líka sínu máli; í nýjustu mælingum Gallup mældist Bylgjan með 38% hlutdeild á meðan Rás 2 var með 22% í aldurshópnum 12-80 ára. Það er því rökrétt skref í átt að heilbrigðari fjölmiðlamarkaði að ríkið dragi sig út úr samkeppnisrekstri þar sem einkamarkaðurinn stendur vaktina af öryggi og fagmennsku. Höfundur er Útvarpsstjóri Sýnar. Vísir er í eigu Sýnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Sýn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Menning Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólamálaráðherra, hefur nú kynnt aðgerðaáætlun sem miðar að því að jafna samkeppnisstöðu á fjölmiðlamarkaði. Það er fagnaðarefni að stigið sé fast til jarðar í þessum efnum, enda hafa fáir ráðherrar sýnt það hugrekki sem þarf til að endurskoða raunverulegt hlutverk ríkismiðla á nútímamarkaði. Þótt margt í áætluninni sé af hinu góða, er tilefni til að staldra við afnám kvaða sem snúa að fjölda útvarpsstöðva sem Ríkisútvarpið starfrækir. Til þessa hefur stofnunin verið skuldbundin með lögum rekstri tveggja útvarpsstöðva en ráðherra hefur nú lagt til að sú kvöð verði fjarlægð úr lögum. Í aðgerðaráætluninni kemur fram að það verði starfssvið stjórnar RÚV að taka slíkar ákvarðanir um umfang starfseminnar. Í því ljósi skýtur skökku við að Stefán Eiríksson hefur nú þegar stigið fram og sagt að ekki standi til að leggja Rás 2 niður. Var sú yfirlýsing gefin skv. umboði stjórnar? Í árdaga átti Rás 1 að sinna hefðbundnu menningarhlutverki en Rás 2 afþreyingu og samtímamenningu. Þetta fyrirkomulag var talið nauðsynlegt til að uppfylla almannaþjónustuhlutverk ríkisfjölmiðilsins. Rás 2 gegndi þannig á sínum tíma lykilhlutverki sem menningar- og öryggismiðill til hliðar við Rás 1, en sú tíð er liðin. Í dag eru tækifæri ríkisins til hagræðingar veruleg; með því að selja Rás 2 eða leggja hana niður og færa menningarlegt hlutverk hennar yfir á Rás 1, mætti spara almannafé án þess að skerða þjónustu verulega. Öryggishlutverkið er í góðum höndum. Gjarnan er vísað til öryggishlutverks Rásar 2, en einkareknar stöðvar á borð við Bylgjuna eru fullfærar um að axla þá ábyrgð í samstarfi við stjórnvöld. Reynslan sýnir að Bylgjan hefur brugðist hraðar við en ríkismiðlarnir í neyðartilfellum, líkt og sást þegar eldgos hófst á Reykjanesi fyrir tveimur árum. Þá var Bylgjan um 20 mínútum á undan ríkismiðlum með sérstaka upplýsingagjöf til almennings. Samkvæmt fjölmiðlalögum hvílir skylda til að miðla tilkynningum frá almannavörnum á öllum fjölmiðlaveitum, ekki aðeins Ríkisútvarpinu. Lagalegur grundvöllur er til staðar fyrir því að einkaaðilar sinni öryggishlutverkinu. Markaðshlutdeild endurspeglar þarfir hlustenda. Áhyggjur af því að menningarlegt hlutverk Rásar 2 glatist eiga ekki við rök að styðjast. Einkareknir miðlar sinna nú þegar dagsdaglegri menningarmiðlun og fréttaflutningi af miklum metnaði. Vinsældirnar tala líka sínu máli; í nýjustu mælingum Gallup mældist Bylgjan með 38% hlutdeild á meðan Rás 2 var með 22% í aldurshópnum 12-80 ára. Það er því rökrétt skref í átt að heilbrigðari fjölmiðlamarkaði að ríkið dragi sig út úr samkeppnisrekstri þar sem einkamarkaðurinn stendur vaktina af öryggi og fagmennsku. Höfundur er Útvarpsstjóri Sýnar. Vísir er í eigu Sýnar.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun