Barnalán

Fréttamynd

Þóra og Arnar eignuðust stúlku

Fjölmiðlakonan Þóra Tómasdóttir og sambýlismaður hennar, listamaðurinn Arnar Ásgeirsson, eignuðust í vikunni stúlku. Um er að ræða þeirra fyrsta barn saman en fyrir á Þóra eina dóttur. 

Lífið
Fréttamynd

Greta Salóme orðin móðir

Tónlistarkonan Greta Salóme Stefánsdóttir eignaðist í dag sitt fyrsta barn ásamt unnusta sínum, Elvari Þór Karlssyni. 

Lífið
Fréttamynd

Ellefta barnið komið í heiminn og það tólfta á leiðinni

Barnamaskínan Nick Cannon er orðinn ellefu barna faðir. Hann eignaðist dótturina Zeppelin Cannon á þeim flotta degi 11.11. með plötusnúðinum Abby De La Rosa. Zeppelin er þá fjórða barnið sem Cannon eignast á þessu ári en það fimmta er væntanlegt í desember.

Lífið
Fréttamynd

Rihanna var nálægt því að hafna Super Bowl

Tónlistarkonan Rihanna er mætt á Íslenska listann á FM957 eftir langa fjarveru en hún gaf út sitt fyrsta lag í sex ár í lok október. Lagið heitir „Lift Me Up“ og var samið fyrir kvikmyndina „Black Panther: Wakanda Forever“.

Tónlist
Fréttamynd

Flóni er orðinn faðir

Tónlistarmaðurinn vinsæli Flóni er orðinn faðir. Hann greindi frá þessum gleðitíðindum á Instagram síðu sinni nú í morgun.

Lífið
Fréttamynd

Bíður eftir ellefta barninu og er sagður eiga von á því tólfta

Barnamaskínan og þáttastjórnandinn Nick Cannon er sagður eiga von á enn öðru barninu. Barnsmóðir hans Alyssa Scott greindi frá því á Instagram í gær að hún væri ófrísk. Þá herma heimildir ET fjölmiðilsins að Cannon sé faðirinn, þrátt fyrir að hann hafi ekki enn staðfest það.

Lífið
Fréttamynd

Varð ólétt á Eurovision og gefur út nýja tónlist

Söngkonan ZÖE hefur komið víða að í heimi tónlistarinnar en hún var meðal annars bakraddasöngkona fyrir Eurovision atriði okkar Íslendinga í Torino síðastliðinn maí. Það er mikið á döfinni hjá ZÖE þar sem hún á von á barni, er að senda frá sér nýtt lag og kemur fram á nokkrum tónleikum.

Tónlist
Fréttamynd

The Ellen DeGeneres Show stjarnan Sophia Grace er ólétt

Barnastjarnan Sophia Grace Brownlee, sem sló eftirminnilega í gegn í The Ellen DeGeneres Show, á von á barni. Hún komst í sviðsljósið þegar hún var aðeins níu ára gömul að rappa lagið Super Bass með Nicki Minaj ásamt frænku sinni Rosie McClelland.

Lífið
Fréttamynd

Íris Stefanía jarðaði fylgjuna í upp­á­halds­fjörunni

Listakonan Íris Stefanía Skúladóttir jarðaði fylgjuna sína í uppáhalds fjörunni sinni. „Ég vildi bara hafa nánasta kjarnann með mér, fólkið sem ég treysti. Ég var að kveðja og vildi fá að gera það án þess að vera meðvituð um fólkið í kringum mig,“ segir hún um athöfnina í samtali við Vísi. 

Lífið
Fréttamynd

Guð­rún Sørt­veit eignaðist „drauma­dreng“

Guðrún Helga Sørtveit, förðunarfræðingur með meiru eignaðist sitt annað barn með kærasta sínum Steinari Erni Gunnarssyni, þann 12. október síðastliðinn. Guðrún deildi mynd af drengnum sem parið eignaðist á Instagram fyrr í dag og segir hann hafa mætt „með hraði.“

Lífið
Fréttamynd

„Þrjú í apríl“

Ari Ólafs­son og kær­astan hans Sól­veig Lilja Rögn­valds­dótt­ir, hjúkrunarfræðingur, eiga von á sínu fyrsta barni saman. Söngvarinn vann hug og hjörtu landsmanna þegar hann sigraði Söngvakeppni sjónvarpsins og keppti í Eurovision með lagið Our Choice.

Lífið
Fréttamynd

Ingó veðurguð og Alexandra eignuðust son

Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, einnig þekktur sem Ingó veðurguð, er orðinn pabbi. Hann tók á móti sínu fyrsta barni ásamt kærustu sinni Alexöndru Eir Davíðsdóttur. Drengurinn kom í heiminn þann 9. október. Smartland greindi fyrst frá. 

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Laxness, leður og Borat

Úlpurnar eru komnar á kreik, hrekkjavöku skreytingar eru mættar í verslanir og pumpkin spice latte er orðið aðgengilegt á kaffihúsum. Haustið er að ná hápunkti. Myndir frá ferðalögum eru enn áberandi á Instagram og virðast Íslendingar æstir í að ná nokkrum sólargeislum.

Lífið
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.